Rökkur - 01.06.1952, Síða 16
64
R Ö K K U R
að sér, „kysstu piltinn þinn, þennan hrokafulla en þó auð-
rnjúka slána, sem elskar þig enn meira sem eiginkonu og
móður, en unnustu.“
,,Ó, Sam,“ hvíslaði hún, „eg er svo — hræðilega hamingju-
söm stundum, að það vekur ótta minn, stundum, já, eg er hrædd
stundum —“
„Hræda, hvers vegna, elskan mín?“
„Af því að slík jarðnesk sæla, sem okkar er, getur kannske
ekki verið varanleg. Við erum hamingjusöm um of kannske —“
„Svona, svona,“ tautaði Sam og vissi vart hvað segja skyldi,
„hvaða kenjar eru nú þetta? Eg hefi aldrei heyrt neitt þessu
líkt. Þú ætlar þó ekki að fara að láta hamingju okkar baka
þér vansælu?“
„Nei, vitanlega ekki. Mér finnst bara —“
Hún þagnaði skyndiieea og hann varð undrandi, er hann
varð þess var, að hún titraði öil.
„Andromeda,“ sagði hann, „hvað er að?“
„Eg — eg veit það ekki,“ sagði hún og horfði á hann stór-
um, starandi augum, „kannske finnst mér þetta aðeins af því,
að eg elska þig svo heitt — mér finnst, að eitthvað illt sé í að-
sigi, að þér sé ógnað — og þá mér líka og litla drengnum okk-
ar, Sam litla.“
„Vitleysa," sagði hann og þrýsti henni aftur að sér. „Já,
drengurinn litli, Edward eftir gamla Ned og Samúel eftir
mér —•“
„Samúel verður fyrra nafnið — og Sam verður hann kall-
aður.“
„En, elskan mín, eg lofaði Ned, skilurðu —“
„Eg veit það,“ sagði hún og vottaði fyrir glettni í röddinni,
„en sjáðu til, það var eg sem bar hann undir brjósti og —“
„Eg gleymi því aldrei hve biðin var skelfileg, þegar þú lást
milli heims og helju.“
„Ástin mín,“ sagðí hún og kyssti hrukkuna milli augna hans,.
„eg var staðráðin í að lifa, hans vegna og þín. Eg var stolt
yfir, að hafa alið þér son, er bæri nafn þitt og ættar þinnar.
Og allt fór sem bezt varð kosið. Þú hefðir ekki þurft að hafa
eins miklar áhyggjur og þú ólst þá, fyrst þú hafðir gömlu
frænku hjá þér til þess að stjana við þig og hafa ofan af fyrir
þér.“