Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 17
RÖKKUR
65
„Já, hamingjan má vita hvernig eg hefði komizt af án
hennar.“
„Hún er ómetaanleg og hversu vel henni ferst öll stjórn úr
hendi í þessu stóra húsi.“
„Þú ættir að sjá svipinn á henni, þegar eg kalla það „kan-
ínugarðinn“.“
„Það er dásamlegt — það er heimili okkar.“
„Heimili, já, og það er þér að þakka.“
„Segðu mér,“ sagði hún og strauk hinar loðnu augnabrúnir
hans, „elskarðu Andrómedu þína eins heitt sem eiginkonu, og
þegar —“
„— eg varð fyrst ástfanginn í henni. Þá minntirðu mig á
yndislega en sorgmædda Öskubusku, sem varla gat brosað.
Hvort eg man eftir luralegu skónum þínum og heimaunnu
ullarsokkunum, nei, það minnti ekki á prinsessu-skart, en eg
eiskaði þig eins og eg elska þig nú, ef til vill enn heitara nú —“
„Bíddu, lávarður minn, því að nú ætla eg eð spyrja Sam
alvarlegrar spurningar.“
„Tala þú, frú mín, Sam leggur við hlustirnar.“
„Þú tókst eftir því, Sam minn, þegar eg kom, að eg var
all litverp, eins og þú orðaðir það, en það var ekki vegna þess,
að blessuð sólin hafði vermt kinnar mínar, eg var reið —“
„Ha, ha, það var þá að kenna Sam þínum, hann hefir gert
emhver soklann, sem þér mislíkar?“
„Skyldi svo vera?“ sagði hún og varð allt í einu enn alvar-
legri á svip. „í fyrradag voru hér allmargar konur gestir mínir
og sátu að tedrykkju, og eg veitti því þegar athygli, að eitt-
hvað var á seyði, eitthvað lá í loftinu, eitthvað, sem þær vissu,
en eg ekki. Einn dag fór eg í kurteisisheimsókn til nokkurra
vina og kunningja ,og hvarvetna sem eg kom var þetta sama
andrúmsloft, spyrjandi andlit, hvíslingar, og þar fram eftir
götunum, en það var ekki fyrr en eg var að fara frá Fanc-
crouft-hjónunum, og var í þann veginn að stíga upp í vagn-
inn, að eg varð nokkurs vísari um hvað um var að vera. Te
var drukkið úti á garðflötinni. Lafði Lavinia fitjaði dálítið
upp á nefið, leit í áttina til mín, og sagði: Við vonum öll, að
þu, væna mín, getir komið því til leiðar að jarlinn (hún átti
við þig, Sam) láti ekki hina lýðveldissinnuðu vini sína leiða
sig á villigötur. Og eg, sem fyrst í stað hafði ekki hugboð
Mm hvað hún átti við, hló hjartanlega, og sagðí að eg skyldi
5