Rökkur - 01.06.1952, Side 19
RÖKKUR
(57
hvað kerlingarálkan hún frú Dene átti vig, en eg lagði ekki
eyru við því sem hún sagði, því að hún er versta kjaftaskjóða
greifadæmisins.“
„Og hvað sagði hún, elskan mín?“
„Hún kvaðst hafa heyrt þér lýst sem byltingarsinna og
svikara við ríkjandi þjóðskipulag."
„Og byltingarsinni verð eg án vafa, meðan við, stéttin, sem
öllu ræður heldur í gildi grimmdarlegum og ranglátum lög-
um.“
„En, Sam, vafalaust er lög' okkar, ensk lög, hin göfugustu og
réttlátustu, sem til eru?“
„Vissulega, fyrir okkar stétt, ekki sízt fyrir herrastéttina á
landsbyggðinni, sem allt af hefir haft allsnægtir — og veit
ekki hvað sultur er. Veistu það, væna mín, að eg get fengið
veiðiþjóf, t. d. mann sem skýtur kanínu á landareign minni,
sendan í þrælavinnu til nýiendnanna?"
„En það mundir þú aldrei gera, Sam?“
„Eg býst ekki við því, en veiztu að í þessu landi er hægt að
fá vasaþjófa hengda fyrir að kveikja í hey- eða kornstakki
og því um líkt?“
„Það getur ekki verið, Sam?“
„Samt er það nú svo. í skjóli laganna getum við hneppt
alþýðu manna í þrældóm, en við herramennirnir getum keypt
eða selt sæti í parlamentinu og stöður í stjórnarskrifstofum.
Sumt fólk er svo fátækt, að ekki verður með orðum lýst, aðrir
svo auðugir, að engu tali tekur. Taktu mig sem dæmi. Eg á
Wrybourne Feveril og stórhýsi í London, og að auki fimm eða
sex sveitasetur víðsvegar í landinu, sem eg hefi sum aldrei
augum litið og sé sennilega aldrei sum hver, en aðrir eiga ekki
þak yfir höfuðið. Þetta er ekki eins og það á að vera.“
„Og þú heldur, að þú geti kippt þessu í lag, Sam?“
„Nei, eg fer ekki í neinar grafgötur um það — aðeins fólkið
sjálft — veiztu það að nágrannar okkar hér í Sussex, herra-
menn, neyða menn til að strita fyrir sig fyrir 50 aura á dag.“
„En slíkt á sér ekki stað hér í Wrybourne, þannig fer þú
ekki með leiguliða þína.“
„Nei, eg hefi reynt að fara vel með þá, en afleiðingin er sú,
að eg hefi fengið minnar stéttar fólk upp á móti mér, — og
nú þessi afskræmda endurprentun á grein minni. En sleppum
því. Nú skal eg segja þér dálítið; eg ætla mér að endurbyggja
5*