Rökkur - 01.06.1952, Síða 22
70
RÖKKUR
frænka og enn skrjáfaði í pilsinu, því að nú var henni leyfilegt
að tylla sér aftur. „Hvað er nú á seyði, Sam?“
„Eg var að hugsa um, með þínu góða leyfi, Anna frænka, að
láta leiða fram smáhestinn hennar Jane og reiðskjóta. Mér
hafði flogið í hug að við færum í heimsókn til Ned og Kate.“
„Ó, langamma, langamma, lofaðu mér að fara.“
„En þú ert ekki búin að reikna dæmið þitt —“
„Nei, en þegar eg kem aftur tekst mér miklu, miklu betur
— má eg þá fara?“
„Jæja, það verður víst svo að vera, en smeygðu þér í reið-
fötin þín.“
„Ó, þú ert yndisleg, amma mín,“ sagði Jane og flýtti sér út,
en Anna, sem hafði aftur tekið prjónana sína, tók aftur til við
að prjóna í ákafa, en leit við og við til jarlsins, sem hafði sezt
á borðhorn, og sveiflaði fram og aftur öðrum fætinum.
„Mikið er hvað barninu getur þótt vænt um þig. Það er
annars ekki einskis vert, að vinna sér ást barns, ekki sízt
barns eins og Jane litlu,“
„Eg veit það vel,“ svaraði hann, „og er sannast að segja
stoltur af aðdáun hennar.“
„En það er af því, lávarður minn, að þú ert enn bara Sam ..
og þetta er, mundu það, í fyrsta skipti, sem við höfum getað
talast almennilega við, síðan þú komst aftur frá London.í'
„Það er svo. Og til hvers heldurðu, að eg hafi komið? Til
þess að heyra álit þitt um þessa ræðu mína. Þú hefir vitanlega
lesið hana?“
„Orð fyrir orð.“
„Þó vænt egi ekki í þessum lygasnepli — Gazette?“
„Nei, í Times“.
„Fyrirtak, þar var rétt með allt farið.“
„Jæja, ef satt skal segja, þá er eg þér að öllu leyti sammála
— en þú hefði átt að tala af meiri stjórnvisku og varúð en þú
gerðir um vesalings Cobbett.“
„Það er alveg satt,“ svaraði hann. „Andromeda hefir áhyggj-
ur miklar, Standish sér ekkert nema hættur á hverju leiti,
og Harry, vesalingur, heldur að eg hafi bakað mér álitshnekki
innan stéttar minnar, en af því hefi eg raunar engar áhyggj-
ur, en hann hélt kyrru fyrir í borginni, til þess að kynna sér
hvaða undirtektir ræðan hefði fengið, og bera af mér blak
— • því að ræðan hefir víst komið af stað allmiklu róti. En