Rökkur - 01.06.1952, Síða 23
R Ö K K U R
71
sjáðu til, Anna frænka, mér var alvara í hug, hvert orð var
af sannfæringu mælt. Eg get ekki hagað mér eins og trúður
— eg get ekki blekkt, eg verð að koma til dyranna eins og eg
er klæddur, og segja beizkan sannleikann, afdráttarlaust. Eg
sigli beinustu leið, hvernig sem allt velkist, Anna frænka.“
„Já, eg veit það,“ og það heyrðist mun meira í prjónunum
hennar en áður. — En menn stimpla Cobbett sem byltingar-
sinna, Sam — jafnvel sem uppreistarmann.“
„Víst gera þeir það, Anna. Þeir hafa jafnvel hótað að varpa
honum í fangelsi — af því að hann hefir áræði til að segja
sannleikann. Þess vegna varði eg hann.“
„Og þess vegna kunna þeir að stimpla mig sem hann.“
„Alveg rétt, Anna frænka."
„Og þú, sem ert af Scrope-ættinni, herra trúr, herra trúr.“
„Hverju skiptir það?“
„Af því að enginn Scrope hefir nokkru sinni barizt fyrir
nokkurn, nema sjálfan sig — og kónginn auðvitað. Eg undan-
skil auðvitað flotaforingjann, sem á sínum tíma barðist gegn
rikisstjórninni. Þetta var á þeim tíma, þegár Karl var kon-
ungur. Og hann barðist fyrir sjóliðana sína, sem fengu litla
þóknun og sættu illri meðferð. En þetta gerði hann svo óvin-
sælan meðal aðalsins, að hann varð að heyja einvígi þrisvar
sinnum.“
„Jæja, Anna frænka, eg hefi aðeins háð eitt einvígi —
enn sem komið er, og eg er reiðbúinn hvenær sem er, ef —“
Hann þagnaði í miðri setningu, því barið var að dyrum,
mjög hávaðalítið.
„Kom inn,“ sagði frú Leets í skipunartón, og inn kom Henry
James Perkins, brytinn, sem var fyrirmynd allra bryta, og
hneigði sig djúpt fyrir jarlinum, og svo — ekki alveg eins
djúpt — fyrir ráðskonunni, og rétti fram hönd sína, en í henni
hélt hann á allstórum silfurbakka, sem á var samanbögglaður
miði, og kom brytinn fram af jafnmiklum virðuleik og ef á
bakkanum hefði verið dýrindis gimsteinn á flospúða, og tók
hann nú svo til máls:
„Þar sem mér er kunnugt um, lávarður minn, að þér höfðuð
gengið til fundar við frú Leet, gerðist eg svo djarfur, eins og
ástatt var, að koma hingað á fund yðar, þrátt fyrir skipanir
yðar, sem eg hefi vel hugfest.“
„Þökk, Henry,“ svaraði jarlinn og tók bréfmiðann, greiddi
lir honum og las: