Rökkur - 01.06.1952, Side 24
72
ROKKUR
„Kæri lávarður, í allri aukmýkt bið eg leyfis að
fá að tala við yður“.
Þetta var skrifað með blýanti, en stafagerðin skýr, og var
auðséð, að sá er ritað hafði þessi orð, hafði verið í allmikilli
gerðhræringu, því að miðinn var blettóttur, eins og eftir tár.
„Anna frænka,“ sagði lávarðurinn og reis á fætur. „Eg geri
boð eftir Jane, þegar eg er tilbúinn — og gerðu svo vel að
gera Andromedu aðvart um, að við höfum riðið til Willow-
mead og verðum fjarverandi klukkustund eða svo.“
Því næst kinkaði hann kolli brosandi og gekk út ásamt hin-
um hávirðulega bryta sínum og spurði, er út var komið:
„Hver afhenti yður þetta, Henry?“
„Ung kona, lávarður minn, einkar snotur, en grátbólgin og
illa klædd, og minnugur fyrirskipana yðar varðandi alla þá,
sem bágt eiga, þá —“
„Þér gerðuð það sem rétt var, Henry. Hvar er hún?“
„Hún bíður yðar, lávarður minn, 1 neðri garðbrekkunum.“
„Vísið mér veginn á fund hennar.“
Þeir komu, eftir nokkra stund, að hinu mikla anddyri húss-
ins, en frá garðbrekku mikilli lágu marmaratröppur að dyr-
unum, og gengu þeir nú niður tröppurnar að akbraut, sem
skýld var háum trjám beggja vegna, en brautin náði allt til
trjágarðs mikils í nokkurri fjarlægð, og loks þar komu þeir
að hinni ungu konu, sem sat þar í hnipri grátandi, og var sem
hún væri frá sér af harmi. Henni varð bylt við, er Perkins
ávarpaði hana, og bar hönd fyrir andlit sér, eins og hún bygg-
ist við, að hann mundi berja hana, en hann gerði auðvitað
ekki annað en að ávarpa hana eins og manni í hans virðingar-
stöðu sæmdi:
„Kona, sjá, hér er lávarðurinn, jarlinn!“
„Stúlka mín,“ sagði jarlinn, á þann hátt, er Sam einn gat
mælt, „hvað amar að yður?“
„Ó, herra .... lávarður .... jarl,“ sagði hún flaumósa með
grátstafinn í kverkunum og gat vart náð andanum, „— eg
kom til þess að biðja um miskunn fyrir hann vesalings Simon
minn — við vorum gefin löglega saman, rétt áður en þeir
komu og tóku hann frá mér, til þess að berjast við Frakka, og
hann særðist — og —“
„Aha,“ sagði jarlinn — og annað ekki, en þannig, að það
fór að votta fyrir undrun í grátstokknu augunum, og það var
j