Rökkur - 01.06.1952, Page 25
RÖKKUR
73
sem hún yrði hugrakkari, hún kæfði grátstunurnar og hélt
áfram:
„Þegar hann kom aftur með herfangshlut sinn fannst okk-
ur, að við værum rík, en ., lávarður góður, ræningjar óðu að
okkur á þjóðveginum og Si særðist aftur .... við höfum
sofið undir beru lofti .... úti í skógi .... í hlöðum, undir
heystökkum, hvar sem við gátum fundið skjól, en við áttum
ekki grænan eyri og við vorum svöng, svo að Si snaraði kan-
ínu, til þess að halda í okkur líftórunni .... en í dag komu
skógarverðir yðar og tóku Si fastan .... og það var herra-
maður, sem sagði, að Si yrði leiddur fyrir dómarann, og
sendur í fanganýlendu til þrælkunar."
„Hvað heitið þér, kona góð?“
„Ruth — Ruth Gray.“
„Guð blessi yður, barnið gott, Ruth var nafn —, — en
hvar er hann Simon yðar?“
„Þeir fóru með hann til hesthúsanna og herramaðurinn fór
með þeim, þarna kemur hann nú, — herramaðurinn.“
Og nú hrökk Ruth Grey aftur í kuðung, dauðskelkuð og
fór að gráta, maður nokkur gildur og búlduleitur, rjóður í
kinnum, kom ríðandi í áttina til þeirra á feitum, gljáandi og
vel stroknum gæðingi. Maðurinn hafði hattinn út í annari hlið-
inni og brosti gleitt. Stígvél hans voru gljáandi, hnapparnir á
fötunum hans, ístöðin, beizlisstengurnar og skrautið á höfuð-
leðri gæðingsins, — og það var eitthvað glaðklakkalegt í fari
mannsins, — aðeins augun báru vitni um annað, fannst Sam,
— þau báru slægð og rætni vitni, — allt hitt var sem fals-
hjúpur, fannst honum.
Maðurinn heilsaði glaðlega og lét móðan mása:
„Hæ, hó, Wrybourne, mér líður alveg prýðilega; hvernig
liður þér? Við höfum verið á ferðalagi í meira en ár, eg
og konan, annars hefðum við litið inn, eins og þú skilur. Þú
ert vonandi ekki búinn að gleyma liðnum dögum, ha? Ha, ha,
ha, það gekk fjörugt til stundum í Lundúnum, karl, þegar
við vorum kátir piparsveinar, ha, ha. Þá var nú gaman að
lifa dag hvern, en skemmtilegast á nóttuni, ha, ha, engar
bömlur — tja, tækifærið var sannarlega notað, áður en hand-
járnum hjónabandsins var smeygt á okkur. Þú hefir ekki
gleymt Jónasi Fanshaw, vona eg.“
Jarlinn hneigði sig kurteislega.
„Eg man vel eftir yður, Sir Jónas!“