Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 27
R Ö K K U R
75
skógarverðirnir horfðu á húsbónda sinn með vaxandi áhyggj- •
um.
„Símon —“ endurtók jarlinn, „þú hefir verið sjómaður, —
þú hefir barist við „monsjörana“, Símon Gray?“
„Já, herra.“
„Þú hefir úthellt blóði fyrir gamla England, Símon Gray?“
„Já, herra.“
„Og þar sem svo er,“ sagði jarlinn lágt, en þó ógnþrunginni
röddu og sneri sér að skógarvörðunum, „hvað getið þið sagt
ykkur til réttlætingar? Hví er enskur sjómaður tekinn höndum
eins og hann væri bófi og fantur og hendur hans bundnar á
bak aftur — og það á landareign minni, — svarið mér! Þér,
Daníel Ward, yfir-skógarvörður, eg krefst svars!“
„Eg .... við .... enginn okkar vissi,“ svaraði Daníel aumk-
unarlega, „enginn okkar vissi, að hann væri sjómaður, en hitt
vissum við, að hann er veiðiþjófur, því að við komum að hon-
um, þegar hann var að snara kanínuna — og eins þessi herra-
maður, nágranni yðar, lávarður góður, og hann sagði, að það
yrði að taka manninn fastan og hegna honum, öðrum til við-
vörunar.“
„Alveg rétt, Wrybourne,“ sagði Sir Jónas, eins kátur og
léttur í lund sem áður. „Víst sagði eg þetta. Og leyfið mér að
segja, að þar sem sök þorparans er sönnuð, þá —“
„Nei, Sir Jónas, þessi sjómaður skal —“
„Hvað, Wrybourne, — skal hvað?“
„— skal frelsis njóta sem hver annar vaskur, brezkur sjó-
liði!“
Um leið og jarlinn mælti þetta tók hann upp hníf og skar
sundur taugina, sem Simon Gray var bundinn með, en Simon
var sem steini lostinn af undrun og fékk engu orði upp komið.
Jafnvel Sir Jónas var sem agndofa og í svip vottaði ekki fyrir
kæti hans, en brátt gerði hann vesallega tilraun til þess að
reka upp hlátur og mælti:
„Aha, orðrómurinn um, að þú hafir verið sjómaður — og
ekki háttsettur, hefir þá kannske við eitthvað að styðjast?"
„Alveg rétt,“ sagði jarlinn, lokaði hnífnum og stakk honum
í vasann. „í þetta skipti reyndist orðrómur réttur, við höfum
kannske verið álíka hátt settir, Simon Grav og eg, réttir og
sléttir hásetar!“
„Það — það er næsta ótrúlegt,“ hálfstamaði Sir Jónas og
enn hvarf honum kætin. „En — að því er varðar þennan veiði-