Rökkur - 01.06.1952, Page 29
ROKKUR
77
djúpt. Því næst sneri hann sér næsta valdsmannslegur að
hjónunum og mælti í skipunartón: „Komið!“
Þögul bjuggust þau við að hlýða þessari fyrirskipun, en allt í
einu hljóp hin unga kona til jarlsins og þakklætistár hennar
vættu handarbak hans um leið og varir hennar snertu það
rétt sem snöggvast og svo var hún óðara rokin burt.
IV.
Þegar þau jarlinn og Jane litla riðu í hægðum sínum upp
bratta grasbrekku hristi Jane litla allt í einu höfuð sitt, mjög
ó sama hátt og Anna frænka mundi hafa gert, og mælti:
„Sam frændi, seinast þegar við Cecily frænka fórum út að
ganga og heimsóttum frú Jennings, var hún öll grátbólgin."
„Hver, frú Jennings?“
„Nei, Cecily frænka.“
„Hafði hún verið að gráta, væna mín?“
„Já, og svo mættum við manni, sem mér geðjast alls ekki
að — ekki baun.“
„Og hvers vegna ekki, Jane litla?“
„Hann er andstyggilegur — og hann gerði mig hrædda.“
„Nú, hvað gerði hann?“
„Jæja, hann tók í hönd Cecily svo fast, að hún gat ekki los-
að sig, og svo kyssti hann á höndina, alveg eins og hann væri
að bíta í hana.“
„Og heldurðu að hann hafi gert það?“
„Það var næstum eins og hann væri að naga bein.“
„Og hvernig leit hann út, þessi, hm, herramaður?“
„Hann var nú bara laglegur, Sam frændi, í ljómandi falleg-
um grænum frakka með silfurhnöppum, og hann var með
gljáandi stígvél, eins og þú átt, með silfursporum á.“
„Veiztu hvað hann heitir?"
„Já, en eg er búin að gleyma því, en frænka bað hann að
fara, en það vildi hann ekki, svo að við snerum heim á leið,
og hvað heldurðu að hann hafi gert? Hann elti okkur alla leið-
ina heim, og talaði ekki um annað en hvað hún væri falleg,
og svona lét hann dæluna ganga alveg heim að dyrum.“
„Og hvar var Ralph lávarður, maðurinn hennar?“
„Hann var farinn að hátta. Frænka sagði, að hann væri
lasinn.“