Rökkur - 01.06.1952, Side 30
78
ROKKUR
„Aha,“ sagði Sam ygldur á svip og starði á eyrun á hestinum.
„Af hverju yglirðu þig og segir „Aha“, Sam frændi?“
„Það voru leiðinlegar hugsanir, sem komu — eins og ljót
ský, væna mín, — en við rekum þær burtu og brosum, og
tölum um annað, nei, segðu mér annars meira um þennan
mann.“
„Nú, Cecily frænka sagði, að hann yrði að fara, og loks fór
hann, og hún vildi ekki einu sinni kveðja hann, þótt hann tæki
ofan og hneigði sig kurteislega.“
„Geturðu ekki með nokkru móti munað, hvað þessi maður
heitir?“
„Nei, það get eg ekki, Sam frændi.“
„Jæja, það skiptir kannske ekki máli, en segðu mér, er langt
síðan þú komst til frú Jennings?“
„Nei, við Cecily frænka fórum til hennar, og hún lék á
gríðarstórt píanó — og svo á hörpuna sína, þangað til hún fór
að gráta, og þá kyssti frænka hana, og þá fór henni að líða
betur og hún fór að brosa, og veiztu það, að hún brosir svo
oft og tárast um leið.“
„Það hefir ekki farið fram hjá mér, Jane litla.“
„Já, og eg veit af hverju það er. Hún átti ljómandi fallegan
og gáfaðan son, sem drukknaði í ljótu tjörninni við mylnuna,
þar sem eg var næstum drukknuð þegar eg var lítil, en Meda
frænka kom niður í vatnið sem er dökkt eins og nóttin og
lyfti mér upp í ljósið."
„Þú ferð um þetta skáldlegum orðum, Jane litla.“
„Já, og eg hefi reynt að búa til vísur, og Anna frænka hefir
leyft mér að skrifa þær með bleki og penna — og einhvern
tíma skaltu fá að heyra, og þær eru um tjörnina og mig og
Medu og þig og um hvað eg er einmana, síðan hún eignaðist
barnið, og hvað það væri gaman, ef hún hefði eignast mig.“
,,0-já,“ sagði Sam og leit til hliðar, til þess að leyna brosi.
„Þú ert þó ekki að hlæja að mér, Sam frændi,“ sagði Jane
Sam hnyklaði brúnir og setti upp alvörusvip.
„Hlæja — er eg að hlæja?“
„Nei, en af hverju horfirðu á mig svona byrstur á svip?“
spurði hún og leit á hann stórum, skærum spurnaraugum.
„Ertu reiður?“
„Nei, eg er glaður,“ sagði hann hlæjandi, beygði sig niður
og þrýsti henni dálítið að sér.
„Heldurðu, að þér muni geðjast að kvæðinu mínu?“