Rökkur - 01.06.1952, Page 33
RÓKKUR
81
uppvægur ná tangarhaldi á eigninni. Að því er virðist mun
Gaffer gamli, er hann sat með ölkolluna sina fyrir framan
Wrybourne Arms, hafi hlerað eftir því sem fór milli ókunnuga
mannsins og Ralphs frænda þíns, en hann mun hafa fallist á
að selja —“
„Hann Ralph, fari hann í heitasta, hann veit að eg vil fá
eignina, og hver tilgangur minn er með að kaupa hana.“
„En Toop gamli segir, að Ralph lávarður hafi verið allmjög
drukkinn, „þreifandi fullur", eins og hann orðaði það.“
„Já, vesalings Ralph, það er annað en gaman hvernig þetta
gengur til.“
„Þú ert næsta samúðarfullur í dag, Sam frændi. Hvers
vegna?“
„Vegna þess, að hann er af Scrope-ættinni — og bölvun
hvílir yfir honum.“
„Bölvun, hvaða vitleysa, eg er nú ekki alveg á því að viður-
kenna, að nokkur bölvun geti hvílt yfir ættum eða einstak-
lingum, nema það sé fyrir þeirra eigin tilverknað.“
„Eg veit ekki, Ned, sterkar tilhneigingar geta komið fram í
ættum, mann fram af manni.“
„En slíkar tilhneigingar verða menn að bæla niður með
einbeitingu hugans.“
„Alveg rétt, Ned, en það er erfitt að byggja upp skapgerð
veiklyndra manna, sem geta ekki bægt frá hugsunum um ill
ættarörlög, — slíkar hugsanir eru eins og afturgöngur, sem
ekki er hægt að kveða niður. Nei, Ralph verður aldrei þess
megnugur, að létta af sér þessu fargi, en annað mál er, hvort
Cecily, hinni ágætu konu hans, tækist að hjálpa honum til
þess. Cecily á hreina, sterka sál. Kannske.sigrar hið góða í fari
hennar hið illa, sem þjáir hann.“
„Það er mikið lagt á konu, sem verður að taka að sér svona
mann.“
„Það er satt, Ned, en hve dásamlegt það væri, ef hún sigr-
aði í þessari baráttu — og ef til vill ber hún sigur úr býtum
um það, er lýkur, því að það er margt gott til í stráknum, þótt
það sé djúpt á því.“
„Ja-á,“ sagði Ned dræmt, „eg er ekki frá því, að sitthvað
gott sé í honum. Raunar þekki eg hann lítið, en við höfum þó
talast við endrum og eins, og munt þú hafa rétt fyrir þér. Það
er eitthvað aðlaðandi við hann.“
6