Rökkur - 01.06.1952, Page 35
RÖKKUR
83
„Segðu mér heldur fyrst, hvað þú hefir heyrt — og hvar.“
„í stuttu máli er ekki um annað talað. Til dæmis á Lewes-
markaðinum í gær.“
„Hvað sögðu menn?“
„Menn virtust þér andvígir, Sam!“
„Jæja, kölluðu mig lýðveldissinna, uppreistarmann —
kannske svikara?“
„En eg gerðist svo djarfur, að svara að slíkar ásakanir hefðu
ekki við neitt að styðjast.“
„Þeir, sem hæst hafa talað, voru vitanlega herramenn og
einaðir bændur?“
„Rétt til getið, Sam.“
„Það, sem vekur furðu mína er,“ sagði Sam, „hversu þessi
andúð breiðist fljótt út. Hver gæti verið hér að verki? Og
hér er óspart beitt lygum og rógi, það er greinilegt.“
„Já,“ svaraði Ned og kinkaði kolli áhyggjufullur á svip,
„mér virðist svo, sem hér sé svarinn fjandmaður þinn að
verki.“
„Sennilega, en hvaða maður getur haft horn í síðu minni?“
„Grunarðu engan, gamli félagi?“
„Ekki í svip. Eg hefi komizt í kynni við marga menn í
Lundúnum, og kann að hafa móðgað einhvern þeirra, en þó
ekki að yfirlögðu ráði.“
„En þessi maður, sem þú barðist við — hvað hét hann?“
„Chalmers,“ sagði Sam, hugsi á svip, og tottaði ákaft píp-
una.
„Já, vitanlega,“ sagði Ned og andvarpaði, „það gæti verið
hann. Það er sagt, að hann sé maður, sem einskis svífst. Það
er ekki líklegt, að hann sé búinn að glevma ósigri sínum
— handleggsstúfurinn minnir hann jafnan á hann. Leikur
þér ekki grunur á, að hann sé hér að verki?“
„Hann mun engu gleymt .hafa, nei hann mun aldrei fyrir-
gefa mér, þetta er hégómlegur, hrokafullur fantur, og ekkert
líklegra en að hann standi hér á bak við.“
„En hvar er hann, Sam, hvað varð af honum?“
„Hann hvarf — hamingjan má vita hvað varð af honum.“
„Eg er ekki í vafa um, að hann hyggur á hefndir — en hann
er vafalaust slægur sem refur, — hefir beðið færis.“
„Og ræðan, sem eg flutti færði honum tækifærið upp í hend-
urnar — hún hefir sannarlega komið af stað furðu miklu róti.“
„En af hverju varstu að halda þessa ræðu, Sam, — ekki
6*