Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 36
84
R Ó K K U R
hefir það verið tilgangur þinn að óvirða ríkisstjórnina, stjórn-
njálaleiðtoga, lög og stoinanir og guð veit hvað.“
„Eg heyri á öilu, að þú hefir lesið ræðuna í Gazette?“
„Eg gerði það — og mér brá ónotalega.“
„Engin furða. Þar var hver setning afskræmd að kalla —
allt fært til verri vegar. Að vísu réðst eg á ríkisstjórnina og
fór hörðum orðum um óréttlæti og misrétti, sem þjóðin á við
að búa, og eg krafðist breytinga á hegningarlögunum — ertu
mer ekki sammála um, að endurbæta þurfi hegningarlögin."
„Nei, alls ekki — lög Englands eru ágæt eins og þau eru.“
„Eg ræddi um lögin eins og eg taldi, að þau ættu að vera.“
„Og hvaða umbætur. á lagasetningunni viltu?“
„Eg vil ekki að auðmannastéttirnar njóti forréttinda vegna
auðs síns. Eg vil, að réttur hins snauða verði viðurkenndur
og virtur. Það má ekki þola það, að sérhver bjálfi sem löngun
befir tii geti keypt sér sæti í parlamentinu.— Lögin verða að
girða fyrir, að nokkur maður svelti. Ekki má setja neinn mann
í skuldafangelsi, ekki hengja neinn mann fyrir þjófnað. Um-
bóta á sviði þjóðfélagsmála er brýn þörf. — England er ekki
í eins brýnni þörf fyrir neitt annað, eins og sakir standa. Hvert
er álit þitt, gamli félagi?“
Ned hristi öskuna úr pípu sinni, áhyggjufullur á svip, and-
varpaði og mælti:
„Sam, þegar þú varst sjómaður varstu allaf til í að berjast,
með vopn í hendi eða með berum hnefunum, og enn ertu bar-
dagamaður, þó á annan hátt sé, þótt þú sért auðugur aðals-
maður.“
„Nei, nei, þetta er ekki sambærilegt, þá var mér nautn að
því að berjast, — því er ekki til að dreifa nú, en eg finn til
abyrgðar þeirrar, sem á mér hvílir, og vil vera — góður jarl.“
„Því trúi eg mæta vel, Sam, og það ertu líka.“
„En meinið er, að allir aðrir hafa allt aðrar skoðanir á því
en eg, hvernig góður jarl eigi að vera — eg geri hið gagnstæða
við það, sem aðrir menn í minni stétt gera. Og nú verð eg að
taka ákvörðun um, hvort eg á að fara til Lundúna, til þess að
halda áfram baráttunni — leggja til atlögu við andstæðingana.“
„Nei, Sam, sigldu fram hjá hættuskerjunum, það er mitt
rðð “
, Það væri auðveldast að gera það,“ sagði Sam brosandi.
„En eins og þú sagðir áðan, Ned, á eg of náðuga daga hér á
landareign minni, — mig vantar starf, verkefni.“