Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 37
R ÖKKUR
85
„Jæja, við skulum vona, að þú komist ósár og með heiðri
ur leiknum — sjálfs þín vegna og vina þinna — og einkanlega
\egna hinnar ágætu konu þinnar.“
„Já, eg verð alltaf að taka tillit til Andromedu.“
„Já, satt var orðið,“ sapði Ned. „Og þarna stendur Kate mín
í dvrunum og bendir okkur að koma. Te, lagsmaður, te!“
,.Ekki stendur á mér,“ sagði Sam og spratt á fætur.
Gengu þeir svo í áttina til Kate, sem beið þeirra í dyrunum.
II. KAPITULI.
Að þremur dögum liðnum — viðvörun.
Þrír dagar eru liðnir. Yfir þjóðveginum til Lundúna er eins
og rykský á hraðri ferð suður á bóginn. Glöggskyggnum manni
dylst ekki, að þetta er jóreykur, og að þarna er maður á ferð,
sem ríður geist. Þarna er á ferð Harry Standish, maður ró-
lyndur að jafnaði og hægfara, en hann er einkaritari lávarðs-
ins, jarlsins af Wreybourne Feveril, og er maður, sem hefir
mö^rgu að sinna, sem ekki heyrir beint undir einkastarfið.
Nú er á brattann að sækja í bili, og Standish, sem er hesta-
maður og hestavinur, hægir á ferðinni, og lætur fákinn lötra,
þar til komið er á hæðarbrún, en þar eru vegamót, og þar
getur að líta annan reiðmann, sem hefir numið staðar, sem
starir framundan, brosir allt í einu og heilsar glaðlega:
„Aha, Standish, gleður mig að hitta yður. Vafalaust munið
þér eftir mér, — og þér getið verið viss um, að eg er jafnan
reiðubúinn, ef —“
Markgreifinn er rólegur, eins og sílkum virðingarmanni
sæmir, næstum vinsamlegur, en ef nokkuð skortir á hlýleik-
ann er Standish svarar, er það ef til vill vegna þess, að honum
er heitt, og föt hans rykug og hann ekki í skapi til þess að
ræða við snyrtilega klæddan herramann.
„Twiley markgreifi — eða hvað?“
„Sá er maðurinn," svaraði markgreifinn og hneigir sig bros-
andi. „Það gleður mig, að þór-skulið muna eftir mér, sérstak-
lega þar sem eg minnist þess ekki, að fundum okkar hafi borið
saman, síðan Chalmers-Weybourne deilan var á döfinni, með
aikunnum afleiðingum — þessari furðulegu viðureign, er bar-
izt var með söxum, eins og á víkingaöld. Furðanlegt, að nokk-
ur heilvita maður skyldi geta látið sér detta slíkt í hug nú
á tímum. Eruð þér mér ekki sammála?“