Rökkur - 01.06.1952, Side 38
86
RÖKKUR
„O-nei, eg er yður ekki sammála,“ sagði Standish og var
nú arveg búinn að jafna sig. „Minnist þess, að Róbert Chal-
mers hafði ekkert að athuga við vopnavalið, og hann ætlaði
sér sannarlega að ganga af andstæðingi sínum dauðum.“
„Vissulega, vissulega ætlaði hann sér það,“ sagði markgreif-
inn kæruleysislega. „Róbert fullvissaði mig um það margsinn-
is, að hann ætlaði sér að vega andstæðing sinn, leggja hann í
hjartastað með saxinu, og sjá hann liggja dauðan við fætur
sér.“
„Jæja,“ andvarpaði Standish, „það var hrottalegur leikur,
og Róbert yðar, sem sótti fram með hugarfari morðingjans,
beið ósigur; þessum leik lyktaði því vel.“
„Finnst yður það?“ spurði markgreifinn og lyfti brúnum.
„Eruð þér á öðru máli?“ sagði Standish og lét brúnir síga.
Þeir stóðu um stund og horfðu hvor á annan, ýmist brosandi,
eða með yglisvip, þar til hlakkið varð svo áberandi og ill-
girnin í svip markgreifans, að Standish rann í skap og spurði:
„Hvern þremilinn eruð þér annars að fara, markgreifi?“
„Hafið þér ekkert hugboð um það?“ sagði markgreifinn
leti- og kæruleysislega.
„Svo má vera,“ sagði Standish loks, andvarpaði lítið eitt,
og bjóst til að halda áfram reið sinni. „Mér er að minnsta kosti
eitt ljóst —“
Markgreifinn yglir sig, áttar sig, brosir aftur og spyr:
„Hvað er yður ljóst?“
„Að tímanum er illa varið til viðræðna við yður.“
Andartak fer eins og titringur um líkama markgreifans, en
hann kinkar kolli og svarar:
„Kæri herra Standish, kannske hefi eg tafið yður, en það
var í góðum, vinsamlegum tilgangi — eg ætlaði mér að vara
yður við —“
„Það var skrambi vinsamlegt af yður. Móttakið þakklæti
mitt og verið þér sæl — —“
„Þótt —“ sagði markgreifinn og reið eilítið nær Stand-
ish —, það veki eigi litla furðu mína, að þér virðist ekki hafa
hugboð um, að Sir Róbert Chalmers er nú nágranni yðar, eða
öllu heldur nágranni Wrybourne’s jarls.“
„Er það svo?“ tautaði Standish, hallaði sér dálítið fram í
hnakknum og bætti svo við rólega, „og þetta á kannske að
vera einskonar skýring á því, hvers vegna þér hafið farið svo
langt burt úr höfuðborginni?“
/