Rökkur - 01.06.1952, Side 41
RÖKKUR
89
greifa á vegamótunum, — hann var raupsamur í meira lag:
og drýldinn að sama skapi — og kom þvi að lokum út úf
sér, að Róbert Chalmers væri fluttur hingað í nágrennið. Gai
Twiley ótvírætt í skyn, að ekki myndi á góðu von úr þeirri
étt.“
,,Aha,“ sagði Sam og varð allhugsi á svip. „Það er ein-
kennilegt, — en Ned minntist á hann líka. Ned skipstjóri hefir
dómgreind í bezta lagi, og er maður framsýnn. Hann taldi
liklegt, að ills væri að vænta frá Chalmers — hann mundi
hyggja á hefndir. Ned mun hafa á réttu að standa.“
„Já, blikur eru á lofti.“
„Hvar skyldi Chalmers hafa sezt að, Harry?“
„Twiley gaf mér ekkert i skyn um það, en við munum bráð-
Itga komast að raun um það, — í dag eða á morgun. Og svo
er annað, Sam, að því er virðist er Twiley búinn að koma
sér í kynni við Ralph og heimsækir hann.“
„Aha,“ sagði Sam og varð nú allþungbúinn.
„Og þessi þorpari hefir hitt lafði Cecily og gortar af því
— fjasaði sem flagari um fegurð hennar á þann hátt, að eg
sá mig til neyddan að koma því til leiðar, að hann héldi ekki
áiram í þeim dúr.“
„Hvernig þá, Harry?“
„Skaut reiðskjóta hans skelk í bringu, svo að hann þaut
af stað niður brekkuna sem kólfi væri skotið, en fanturinn
sat hestinn vel. Eg hafði gert mér vonir um, að klárinn myndi
setja hann af sér. Næst verð eg að grípa til annarra öruggra
ráða.“
„Nei, við skulum fara sem gætilegast,“ sagði Sam. „Engin
einvígi, engar blóðsúthellingar. Lofið mér því Harry, nú —
a þessari stundu, að forðast allt sem leiða kann til slíks.“
„Og hvernig ætti eg þá að fara að?“
„Aðhafast ekkert, en bíða fyrirskipana með fingurinn á
gikknum."
„Á eg að skilja þetta svo, að eg megi ekki treysta dómgreind
minni?“
„Það ber að skilja svo.“
„Þá verð eg að tilkynna yður, lávarður minn, að eg get
ekki —“
„Þessari skipun verður að hlýða. í stuttu máli: Verið vel
á verði og látið mig jafnan vita hversu horfir, en eg verð
sjálfur að taka ákvörðun um hvað eg tek mér fyrir hendur
v