Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 44
92
RÖKKUR
4
um kafin, en eg gerði það til þess að þér litist sem allra, allra
þezt á mig, svo að þú bjóðir mér sem oftast út, því að mér
ieiðast þessar kennslubækur. Þótti þér gaman að læra þegar
j ú varst lítill, Sam frændi?“
„Nei, Jane, mér dauðleiddist —“
„Það þykir mér vænt um. Þess vegna kannske elska eg þig
svo óskaplega.“
„Gerirðu það, Jane litla? En það er nú samt svona, að við
' erðum öll að læra lexíurnar okkar — einhvern tíma.“
„En það er svo erfitt, þegar sólin skín og blærinn suðar
bá er eins og eitthvað hvísli að mér og mig langar til að setja
saman vísur.“
„Já, Jane, það er skemmtilegt að vera áhyggjulaus og njóta
ólar og hlusta á blæinn í trjánum — og kannske enn ánægju-
egast þegar sigrazt hefir verið á erfiðleikum, til dæmis reikn-
ngsdæmum?“
„En það er nú annað en gaman stundum, hvernig á að draga
i frá 4, þegar það er ekki hægt?“
Þessu svaraði Sam ekki heldur beygði sig niður og kyssti
oana ög nú voru þau komin að „heima-búgarðinum“, sem svo
var nefndur, og þar fékk Sam sér orf og ljá í hönd, og lagði
orfið á öxl sér, og svo héldu þau í áttina til engisins, sem lá
meðfram skógi vöxnum hæðum og talsvert upp í hlíðarslakk-
ann sumstaðar.
Jane (og Batilda) settust niður og horfðu á. Sam hafði farið
ur jakkanum og stóð nú snöggklæddur og aðgætti hvort ljár-
nn væri vel fastur, prófaði bitið í honum og þar fram eftir
gotunum, og s.vo byrjaði hann að slá og gekk rösklega að
verkinu. Var það honum til svo mikillar ánægju, að ganga
að slætti þarna, að hann gleymdi stað og stund, en kipptist allt
i einu ónotalega við, því að ískrandi neyðaróp barst honum
jð eyra úr skóginum.
Hann var ekki seinn á sér að kasta frá sér verkfærunum
og renna á hljóðið, því að honum hafði á sama andartaki orðið
íjóst, að það var Jane, sem kallað hafði. Bar hann nú brátt
bar að, sem Jane brauzt um til þess að losa sig úr greipum
kraftalegs manns.
„Slepptu henni,“ grenjaði Sam, og það gerði maðurinn þeg-
ar — og sömuleiðis hálsmeninu, til þess að hann gæti betur
varizt hinum heiftþrungna manni, sem nú réðst gegn honum.
honum.