Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 46
94
RÖKKUR
„Nei, hann bara reyndi það. Þú ert víst búin að fegra mig
eins og hægt er.“
„Já,“ sagði hún með klökkva í röddinni og hjúfraði sig
að honum, kyssti hann og sagði:
„Og nú ætlarðu að fara með heim, Sam frændi?“
„Heim — það er rétta orðið“, sagði hann glaðlega. „Við er-
um búin að fá nóg af útiverunni í dag.“
„Þess — þessi maður reyndi að ræna hálsmeninu mínu.
Viltu setja það á mig?“
„Það get eg ekki, lásinn er brotinn, væna mín. Nú skal eg
geyma það í vasa mínum, þangað til við erum komin heim.“
Er hann hafði lagt orfið og ljáinn örugglega frá sér smeygði
bann sér í jakkann, lyfti Jane á öxl sér, og svo héldu þau heim-
ieiðis.
Maðurinn, sem reynt hafði að ræna hálsmeninu, hafði með-
an þetta gerðist skriðið frekar en gengið þar til hann kom í
rjóður nokkurt, þar sem fyrir var vagnræksni, sem smáhesti
var beitt fyrir, og var auðséð, að illa hafði verið með skepn-
una farið. Þarna hneig mgpnskepnan niður veinandi og vol-
andi, þar til hann heyrði hlátur; þá fór hann að þurka blóðið
framan úr sér og leit upp .... Tveir menn stóðu þarna og
horfðu á hann, annar ljós yfirlitum og grannur, og hallaði
sá sér að tré og brosti, — hinn var hár vexti, dökkur yfirlit-
um og all valdsmannlegur, með keyri í vinstri hendi, en
hmni hafði hann stungið í barm sinn. Frakki mannsins var
roeð silfurhnöppum á. Þegar nú mannaumingjanum varð ljóst
' einu vetfangi, að þetta voru herrastéttar menn, skreið hann
að fótum þeirra sem barinn hundur og stundi þungan.
„Svei,“ sagði hinn dökkleiti og hrækti með fyrirlitningar-
svip, „manni verður óglatt af að horfa á svona sjón. Við skul-
um hverfa á brott, Twiley.“
„Alveg rétt, Bob, hann er — viðbjóðslegur, en hann gæti
kannske orðið — hentugt verkfæri, — hæ, þú þarna —“, og
um leið sparkaði hann í manninn, sem þegar fór að kveinka
sér aftur. „Segið mér, maður sæll, sem engist þarna sundur
og saman alblóðugur, hver lék þig svona.“
„Þa — það var verkamaður — sláttumaður —“
„Nei, nei, hægan, hægan, heimskingi. Það var ekki verka-
maður, sem merkti þig blóðmerki sínu, nei, eg held nú ekki,
— • það var enginn annar en jarlinn af Wrybourne —“
„Ha — jarlinn af Wrybourne — jarlinn sjálfur,“ hvíslaði