Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 49
R Ö K K U R
97
honum í borginni. Brátt mun ræða hans valda ólgu einnig
hér. Og að því er konu hans varðar verður þú þegar i stað —
„Aha, Robert, kona hans? Hin dásamlega, fagra kona hans.
Ekki gæti neitt verið mér meira ánægjuefni, en —- kæri vin,
maðurinn hennar? Síðan er eg sá hvernig Jim flakkari er.
utleikinn, verð eg að segja, að mig langar ekkert til, að —•“
,,Heimskingi,“ sagði Sir Róbert af fyrirlitningu. „Hún er
upp yfir það hafin, að líta við nokkrum öðrum manni en eig'in-
manni smum, — og manni eins og þér, nei, Twiley. — Ástir
hennar hefir hann unnið, en þótt líkami hennar sé hans, ei
aún herra síns eigin hugar — eina leiðin er að veikja trausi
hennar á manni sinum, koma því til leiðar, að grunsemdir
vakni i huga hennar — helzt, að þau ali grunsemdir hvort i
annars garð.“
„Eg skil — fullkomlega. Og þú segir þetta á þann hátt, að
það mætti virðast leikur einn, að koma þessu til ieiðar?"
„Já,“ hvæsti Sir Róbert. „Þessu verður að koma til leiðar
þannig, að það gangi eins og í sögu, og markinu skai verða
náð, með þvi að fara rétt að. Öll skilyrði eru fyrir hendi tii
þess að þetta geti heppnazt, en sá, er aðgerðum stjórnar þarí
á sterkum vilja að halda — og þann vilja hefi eg."
„En, hvernig — Róbert?“ spurði Twiley iágri roddu.
Ógnþrunginni, hvíslandi röddu svaraði Sir Róbert.
„Ralph Scrope er orðinn drykkjuræfill, óforbetranlegur, —
bann íeilur æ oftar fyrir freistingunni, hinni ungu konu sinm,
sem hann dáir mjög, til mikillar sorgar, enda ieitar hun æ
oítar huggunar hjá vinum sinum í Weybourne Feveril. Gott
og vel, gerum nú ráð fyrir, að svo viiji til, að hún einhvern
tima hitti jarlinn einan, langt úti í laufguðum skóginum; ger-
um ráð fyrir, að jarlsfrúnni berist eitthvað til eyrna um þetta,
óijós orðrómur, siðar magnaðri. Gerum ráð fyrir, að sakleys-
ingjarnir hittist aftur, og jarlsfrúin komi að þeim — og mun
þá ekki þurfa meira til, svo að grunsemdirnar þrífist hið
bezta, með tilætluðum árangri. Það er þetta, sem þarf að
gerast, — og það verður að finna ráð til þess."
Þeir riðu þöglir um stund. Ekkert hljóð barst að eyrum,
nema ef hestarnir knosuðu feyskna grein undir fótum sér, eða
marraði í hnakkleðri. Loks voru þeir komnir út á þjóðveginn.
Þá leit Twiley til hliðar á Sir Róbert og hvislaði:
„Og ... barnið hans?“
Sir Róbert svaraði, lágum rómi, tilfinningalaust:
7