Rökkur - 01.06.1952, Side 51
RÖKKUR
99
við getum ekki sagt, að við höfum ekki verið vöruð við hætt-
unum. En nú heimsækjum við heimskingjann hann Ralph —
og Cecily hans. Hans? Hve lengi verður hún hans — hve lengi
enn?“
V. KAFLI.
Lýst eiturtegund.
Eftir sektarsvipnum á Cecily að dæma var engu líkara
en að hún væri að brjóta upp skrifborð sitt. Hún var flótta-
leg og taugaóstyrk, er hún stakk lyklinum í skúffu eina og
dró hana út, og tók þaðan skjalaböggul saman vafinn — og
svo var allt í einu sem hún fyndi á sér, að hætta væri á ferð-
um, hún kipptist við, snéri sér við og sá, að kominn var eigin-
maður hennar, sem hún hélt að væri að sofa úr sér vímuna.
„Þú hefir víst haldið, að eg væri í fasta svefni, elskan,"
sagði hann hranalega og lokaði dyrunum á eftir sér harka-
lega, en því var hann ekki vanur. „Hélzt víst, að eg væri
drukknari en eg var. Og drukkinn var eg, en ekki svo, að eg
léti þig komast upp með að fara á bak við mig.“
„Ó, Ralph, hvernig geturðu sagt nokkuð þessu líkt við mig,
þegar þú veizt —“
„í skjalabunkanum, sem þú heldur á, eru öll gögn varðandi
Wexford-eignina, er ekki svo?“
„Jú, Ralph, en —?“
„Afhentu mér þessi gögn, væna mín.“
„Nei,“ svaraði hún og þrýsti skjalabunkanum að barmi sér.
„Við megum ekki — þú getur ekki —“
„Og hvers vegna ekki, lafði mín?“
„Vegna þess, sem við lofuðum Sam.“
„Sam,“ svaraði hann háðslega. „Ef þú átt við hinn ástkæra
frænda minn, hvers vegna notarðu þá ekki hið rétta nafn hans
— Japhet?“
„Hvers vegna ætti eg að gera það? Eg hefi alltaf kallað han
Sam og ætla mér að gera það. Þú veizt, að við höfum bæði
lofað honum að selja ekki eignina. Þess vegna afhendi eg þér
ekki skjölin, því að vel veit eg hvað þú hyggst fyrir.“
7*