Rökkur - 01.06.1952, Side 52
100
RÖKKUR
„En eg er ekki í vafa um, að þú afhendir mér þau.“
„Nei, Ralph. Biddu mig um hvað sem er, nema þetta.“
„Hlustaðu á mig, Cecily? Eg er eiginmaður þinn —“
„Vitanlega ertu það.“
„Og þá tilheyrir þú mér?“
„Já, já, nú sem áður — og það verður alltaf svo.“
„Jæja, væna mín, mín ertu þá, að öllu leyti — og, ef eg má
minna þig á það, lagalega bundin mér. Afhentu mér skjölin."
„Nei, Ralph. Biddu mig um hvað sem er, nema ekki þetta.“
„Er það vegna Japhets, sem þú tekur þessa afstöðu."
„Já, vegna þess, sem við höfum lofað Sam.“
„Bölvaður veri hann þá —“
„Fyrirverðurðu þig ekki fyrir að segja þetta, Ralph? Hvern-
ig geturðu talað svona, jafnmikið og hann hefir gert fyrir okk-
ur? Ef við hefðum ekki notið góðvildar hans og rausnar sæt-
ir þú nú í skuldafangelsi — já, á þessu augnabliki, og eg
mundi sitja hér harmi lostin — og eignalaus, ef Sam hefði
ekki gert mig auðuga —“
„Nei, nú er sannarlega nóg komið!“
„Fyrir guðs skuld vertu Sam alltaf þakklátur fyrir það,
sem hann hefir fyrir okkur gert.“
„Fari í helvíti, eg er orðinn dauðleiður á að heyra þetta —
Sam, Sam, Sam — lofið um hann klingir jafnan í eyrum manns.
Eg vil ekki heyra hann nefndan á nafn framar.“
„Láttu þér ekki detta í hug, að eg lofi neinu um það. Sam
hefir reynst okkur vel, og við eigum að kunna að meta það,
og um þetta fer eg mínu fram hvað sem tautar.“
„Hvað sem tautar,“ sagði hann háðslega. „Geturðu ekki lagt
niður þessi sveitalegu orðatiltæki.“
„Eg skammast mín ekkert fyrir að tala alþýðumál," sagði
hún og rétti úr sér og óx að vallarsýn. „Vanþakklæti' þitt er
þér til skammar og mér líka, þar sem við eigum Sam allt að
þakka og eigum allt undir honum. Þetta veiztu, þú getur ekki
gleymt því — þér svíður það, en þess í stað ættirðu að stappa
i þig stálinu, manna þig upp. Nú vill Sam kaupa gömlu Wrex-
ford mylluna, til þess að gera þar umbætur, og fylla upp tjörn-
ina, sem allir hugsa til með skelfingu, sem ekki er að furða,
því að þar hafa marg'ir látið lífið — og hann skal fá eignina.
Og nú skilurðu hvers vegna eg afhendi þér ekki skjölin."
„Fari í helvíti, ef þú gerir það ekki, þá er eg neyddur til að
taka þau með valdi.“