Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 53
RÖKKUR
101
„Nei, Ralph, eg bið þig um að gera það ekki, — ef þú gerð-
ir það, er eg smeyk um, að eg .... “
„Hvað? Að þú gerðir — hvað?“
„Meiddi þig, Ralph.“
„Þú,“ kallaði hann háðslega, „reyndu það.“
Og hann tók undir sig stökk eins og óargadýr ....
Og nú hófst, í þessu rúmgóða herbergi, smánarlegur leikur,
átök milli ungrar konu, sem gat ekki hvikað frá því, sem hún
taldi rétt, og ofsafengins, heiftþrungins eiginmanns, sem var
eins ákveðinn fyrir sitt leyti að koma sínu fram. Hann tók
hana fantalegum tökum, en hún kveinkaði sér ekki, þar til
hún loks sannfærðist um, að hún gat engrar miskunnar vænt,
rak upp sársaukakennt vein, og með allri þeirri orku, sem hún
átti eftir, hratt hún honum frá sér, svo að hann riðaði til og
alla leið að veggnum, móður, titrandi, en með skjölin saman-
böggluð í höndunum.
„Ce-Cecily,“ hálfstamaði hann, lafmóður, ,,þú — ert — stór-
kostleg — kona, sem vert er um að tala.“
„En þú —? Hvað ert þú Ralph?“
Hún horfði á hann stórum, sorgbitnum augum, og hafði
hann aldrei horft í slíkt hyldýpi sorgarinnar sem nú í augum
nokkurrar manneskju — og hún gekk á braut, og skildi hann
eftir á sigurstund hans, sem jafnframt var honum smánar-
stund svo mikil að næstum var honum óbærilegt. Hann stóð
eins og rígnegldur upp við veg'ginn og starði til dyranna, sem
luktust á eftir henni. Hann var angurvær, iðrandi á svip. Allt
i einu varð hann þess var, að hann hélt á skjölunum í hend-
inni. Hann henti þeim á gólfið og traðkaði á þeim, og starði
enn, eins og hann hefði fyllst hryllingi, til dyra. — Loks
sneri hann sér við og staulaðist að hinu útskorna skrifborði,
sem faðir hans eitt sinn hafði setið við og talað um, að jafnvel
morð gæti verið réttlætanlegt. Hann hálfhneig niður í stólinn,
sorgbitinn, aumur, og studdi krepptum hnefunum að höfði
sér, og hann saknaði sárt hinnar góðu konu sinnar, — hið
sára vein hennar kvað enn við í eyrum hans, og hann gat ekki
gleymt tilliti hennar, er hún gekk frá honum. Það væri ekki
neitt furðulegt, ef hún hataði hann frá þessari stundu. Hat-
aði hann og fyrirliti. Og þó — gat ást slík sem hennar nokk-
urn tíma dáið? Gat hún, hin viðkvæma, elskulega Cecily,
nokkurn tíma hætt að elska hann? Hún, sem alltaf hafði
verið reiðubúin til þess að fyrirgefa.