Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 55
RÖKKUR
103
„Eins og yður þóknast, kæri vin, en eg hélt bara — en við
skulum sleppa því, snúa baki við fegurðinni og gráum, leiðum
veruleikanum — viðskiptum, eg hata viðskipti, en það verður
ekki komizt hjá að sinna slíkum málum? Nei, gætu þetta verið
Wexfordskjölin þarna á skrifborðinu — kannske til þess að
eg geti athugað þau, og tekið við þeim?“
„Nei, ja — kannske, en við nánari íhugun, eg held eg hætti
við að selja.“
„En, herra minn, þetta var sama sem útkljáð, þér höfðuð
fallizt á að selja, og þér munuð vart ganga á bak orða yðar.
Þar að auki —“ — og Twiley dró úr barmi sér gríðar mikinn
seðlabunka, og taldi úr þeim þrjú hundruð pund, og sagði
um leið:
„Kaupverðið var 300 pund — svo var um samið.“
„Já, en — en —“
„Þrjú hundruð pund — þér gætuð aldrei selt neinum öðrum
fyrir slíkt verð. í rauninni vill enginn líta við eigninni —
þessari leiðu mýri.“
„Já, já, það kann satt að vera, en —“
Hægt, næstum eins og gegn vilja sínum, snerti Ralph við
bankaseðlunum, tók þá í hendur sér, eins og á þeim væru
broddar, en samt fór hann ósjálfrátt að telja þá, en Twiley
markgreifi brosti og stakk veskinu í vasa sinn.
„Og nú, lávarður minn, þar sem eg, — við, ætlaði eg að
segja, getum ekki notið nærveru hinnar fögru konu yðar,
leyfi eg mér að kveðja yður — nema þér kynnuð að vilja ríða
með mér til Wrybourne Arms, en eins og þér vafalaust mun-
uð minnast, er Burgundarvínið, sem þar er á boðstólum, sér-
lega gótt, og portvínið þolanlegt. Hvernig lízt yður á, að slást
í förina?“
„Nei, þökk — og þó, jú, kannske eg komi,“ svaraði Ralph,
um leið og hann stakk peningunum kæruleysislega í vasann.
Því næst hringdi hann og lagði svo fyrir, að hestur sinn
skyldi hafður til taks. Lagði hann því brátt af stað að heiman
í góðviðrinu, því miður í vondum félagsskap, og notaði Twi-
ley sér óspart tækifærið til að ota sínum tota og húsbónda
sins, með masi, sem virðast mátti yfirborðskennt, en alltaf
var þó stefnt að sama markinu.
„Eg vona, kæri lávarður, að kunningsskapur okkar megi
leiða til enn nánari kynna, og að við eigum e.ftir að kynnast
betur, já, verða hlýtt hvorum til annars.“