Rökkur - 01.06.1952, Síða 57
RÖKKUR
105
við það, að karlmannlegt útlit og framkoma vekur frekar ást-
hneigð kvenna en einskær fríðleikinn. Það er nú svona, hið
veikara kyn — og því fegurra sem það er — því veikara —
þegar karlmennskan og hrevstin og alvara og traust kemur
fram í fari slíkra manna þá standast þær ekki freisting-
una. Eg hefi haft augun hjá mér, — og eg er ekkert að harma
það, fyrir mitt leyti, að eg á ekki unga, fríða konu — tja, eg
væri að minnsta kosti ekki í rónni, ef jarlinn væri nágranni
rninn!“
„Að hverju stefnið þér með þessu tali?“
„Stefni — ekki að neinu, öðru nær. Eg er bara að rabba um
staðreyndir, almenna reynslu, eða hvað menn vilja nú kalla
það — en nóg um þetta — skiptum um umræðuefni.“
„Já,“ tautaði Ralph, „það væri kannske hyggilegra.“
„Mér hefir skilist, kæri vin, að Wrybourne — eignin — og
landsetur hingað og þangað, allur þessi auður, hefði fallið
yður í skaut, ef örlögin hefðu ekki leikið yður grátt —“
„Faðir minn bjóst við því, að svo yrði, og eg var alinn upp
í þeirri trú, að það yrði hlutskipti okkar að njóta þessarra
gæða.“
„Leyfið mér þá að vctta yður samúð mína, því að sannast
að segja munaði mjóu, að öðru vísi færi — aðeins hárs-
breidd —“
„Hársbreidd, — að öðru vísi færi?“
„Já, engill dauðans blakaði vængjum yfir höfði hans —• það
rnunaði hársbreidd — en það dugði —“
„Við hvað eigið þér?“ sagði Ralph fölur og greip í handlegg
l:ans, „grunið þér eitthvað?“
„Það, sem eg á við, kæri vin er það, að það munaði ekki
nema sára litlu, að andstæðingur jarlsins ræki hann í gegn —
í hjartastað.“
„Þér eigið við einvígið?"
„Vitanlega, eg var einvígisvottur Sir Roberts — viðstaddur
þegar þetta furðulega, heimskulega einvígi var háð. En það
var barist upp á líf og dauða, en leikurinn stóð stutt. Við
béldum, að Wrybourne myndi bíða lægri hlut, en vilji forlag-
anna var allur annar. — Já, hann bútaði sundur handlegg
Chalmers — og með sama höggi var girt fyrir það, að þér
fengjuð allar eignirnar. Hann var aUgasteinn hamingjudísar-
innar, sem ekki vildi við yður líta. Aha, en þarna er gistihúsið
okkar. Þar verður okkur vel fagnað, verum glaðir með glöð-