Rökkur - 01.06.1952, Síða 62
110
RÖKKUR
—-svo nálægt hefir hann flögrað — en eg hefi hrakið hann
burt — en aldrei var eg eins nærri grafarbarminum, eins og
þegar hann læddist að mér undir falshjúpi vináttunnar.“
Sir Robert þagnaði og virti fyrir sér svipbrigðin í andliti
markgreifans, sem allt í einu reis á fætur, og g'ekk hljóðlega
út að opnum grindaglugganum, og leit löngunarfullum augum
á sólskrýddan, grænan trjágarðinn.
„Twiley, hlustið þér.“
Og markgreifinn gat stunið veikt upp þessu eina orði:
„Já.“
„Þegar eg lá þungt haldinn, í London — milli heims og
helju, mætti vel segja, komuð þið títt til mín, þér og vinur
yðar, Bellanger, og í þessum dularfullu veikindum voruð þið
einkar hjálpsamir, ávallt fúsir til aðstoðar, með skeið og lyfja-
glas á lofti — Twiley, — hlustið þér enn?“
Nú var sem varir markgreifans væru stirðnaðar. Hann var
náfölur og fékk eigi mælt, en kinkaði kolli veiklega.
„Gott og vel. Þrívegis hefi eg lýst yfir frammi fyrir yður
— og nú geri eg það í fjórða og seinasta skipti — “
VII. KAPITULI.
Við morgunverðarborð.
Jarlinn sat að morgunverðarborði milli hinnar tigulegu konu
sinnar og hinnar gullhærðu Cecily, en nú glitraði hár hennar
sem fegurst, enda skein morgunsólin beint á það, en á þessari
stundu var það bleikrautt svínslæri, sem hann horfði á, meðal
margra annarra enskra kostarétta, sem á borð höfðu verið
bornir.
Sam reis á fætur og tók sér í hönd sax og stóran gaffal til
þess að gegna þeirri skyldu húsbóndans, að sneiða kjötið.
„Hvað þóknast ykkur, lafðir góðar, hér er nógu úr að velja,
steikt svínslæri, steikt nautakjöt og soðið, uxatunga — og svo
framvegis."
„Eg hefi verið að hugleiða," sagði Andromeda, sem ekki
hafði horfið af þeim hugsanabrautum, sem hún var á, þótt
maður hennar yrti á hana og Cecily, „að í rauninni sé þér um
að kenna, Sam, að árásin var gerð á Jane litlu.“
„Mér að kenna?“ svaraði Sam undrandi með sax og gaffal
á lofti.