Rökkur - 01.06.1952, Síða 64
112
RÖKKUR
„Vitanlega, er afstaða þeirra eðlileg,“ sagði Sam og kinkaði
kolli, „því að þau vita ekki hvað það er að svelta —- en eg
veit það af eigin reynslu. Þar að auki var þessu þannig varið,
að eg hlaut að gera undantekningu — veiðiþjófurinn minn var
s.iómaður og hann var banhungraður og elskuleg, ung kona
hans sömuleiðis, — já, nú man eg allt í einu!“
Og í sömu svifum hringdi jarlinn á Perkins bryta, er brátt
kom inn hátíðlegur og virðulegur sem jafnan, og er hann hafði
hneigt sig, mælti hann:
„Lávarður minn, — frúr mínar — hvað þóknast yður?“
„Henry, gamli félagi, segðu mér hvað varð af sjómanninum
Gray og konu hans?“
„Lávarður minn, samkvæmt beinni skipan yðar lét eg bera
á borð fyrir hjú þessi mat og drykk, og að máltíðinni lokinni
— undir eins og eg hafði snúið við þeim bakinu — hurfu þau,
sem þjófar á nóttu.“
„Án þess að þakka fyrir sig?“
„Án þess að þakka fyrir sig með einu orði, lávarður minn —
konan skildi aðeins eftir bréflappa, ólæsilegan og mjög svo —
„Hún skildi eftir orðsendingu, hvar er hún?“
„Eg taldi frágangssök, lávarður minn, að færa yður þennan
lappa, óhreinan — og, ef mér leyfist að segja það, — daun-
illan.“
„En eg vil nú fá að sjá hann eigi að síður. Hvar er hann?“
„Eg tók hann með töngum og lét hann detta í bréfakörfu,
lávarður minn.“
„Sækið hann, finnið hann, komið með hann, Henry, bless-
aður strákurinn.“
Þjónninn gamli kipptist við, eins og honum hefði orðið bilt
við og varð sem agndofa á svip, en vissi, að ráðlegast var að
hlýða fyrirskipunum jarls.
Ekki var hann fyrr út kominn en Andromeda fór að hlæja.
„Hvernig getur þér dottið í hug, Sam, að kalla Perkins —
þennan gamla fyrirmyndar þjón „gamla félaga“ og „strák“ —
hann stóð þarna gapandi og eins og honum hefði runnið kalt
vatn milli skinns og hörunds,“ sagði Andromeda.
„Fyrirmyndar þjón — já, víst er hann það. Furðulegt, að
svona menn skuli vera til! En þeir verða ekki ofmetnir.“
„Eg man vel hvern beyg eg hafði af honum,“ sagði Cecily,
„þegar eg var telpa og ók hingað með mjólk og smjör frá bú-
garði frænda — hann var svo hágöfugur og virðulegur, svo