Rökkur - 01.06.1952, Side 65
R Ö K K U R
113
hátt upp yfir mig hafinn, að mér fannst eg vera svo agnar,
agnar lítil.“
„Já, hann hefir víst ekki gert neitt til þess að draga úr ótta-
blandinni lotningu þinni?“
„Eg er nú stundum enn dálítið smeyk, þegar eg er að leika
hiutverk hefðarkonu í stóru, skrautlegu, gömlu húsi, — í stað
þess að vera eins og mér er eðlilegast, við störf sveitastúlk-
unnar. Eg er ekki hefðarkona —■ og verð aldrei — og mér er
ekki að skapi að vera eftirlíking. Ekkert aðalsstéttarfólk
heimsækir- okkur nú, og eg held, að Ralph hafi áhyggjur af
því.“
„Geri hann það verðskuldar hann að vera kallaður —
beinasni."
„En þú veizt, að þú ert okkur kær, Cecily, og hingað ertu
alltaf velkomin. Og eg vil, að þú kennir mér að búa til smjör,“
sagði Andromeda.
„Það þætti mér gaman.“
„Kannske þú byrjir á því í dag, á heimabúgarðinum.“
„Já, já, að sjálfsögðu. Við skulum leggja af stað að morg-
unverði loknum — og þó, eg ætti víst að fara heim til vesa-
lings Ralphs?“
„Nei,“ sagði Sam, enn með saxið og gaffalinn á lofti. „Eg
held að hann hefði gott af því að sakna þín einn eða tvo daga.
Auk þess hafði eg í huga að ríða heim til hans núna að morg-
unverði loknum, því að eg þarf að spjalla dálítið við hann.“
Cecily var ekki sein að skilja, að hér lá eitthvað á bak við.
„Ó,“ sagði hún og gat vart dulið ótta sinn, „hvers vegna,
Sam — um hvað ætlarðu að tala við hann?“
„Eg fer svona mér til dægrastyttingar,“ sagði hann og sneri
baki að þeim, því að hann hafði gengið að hliðarborði, og not-
aði Andromeda tækifærið til að bera fingur að vörum sér, og
gefa Cecily þannig til kynna, að spyrja ekki frekara.
„Þú verður þá kyrr hjá mér, Cecily, og þegar við höfum
verið viðstaddar, meðan barnið er baðað, kennir þú mér að
búa til smjör.“
„Já,“ sagði Cecily, eins og í leiðslu, „já, eg skal gera það.“
„Já, mér er sagt,“ sagði Sam, um leið og hann settist aftur
við borðið, „að Ralph sé kominn í kynni við aðkomumann
nokkurn, Twiley markgreifa, sem hefir verið að snuðra hér um
slóðir að undanförnu. Er þetta rétt, Cecily?“
„Já, og það hefir valdið mér áhyggjum,“ sagði hún og and-
8