Rökkur - 01.06.1952, Side 66
114
RÖKKUR
varpaði, „því að þessi herramaður hagar sér ósæmilega.“
„Nú? Hvernig þá, Cecily?"
„Á ýmsa lund — og hann hefir slæm áhrif á Ralph — þeir
eru alltaf saman — eg held, að hann ætli að svíkja út úr hon-
um eignir hans — hann hefir þegar selt honum Wrexford-
mylluna, og auk þess —“
„Og auk þess hvað?“ greip Sam fram í fyrir henni, því að
hún hafði þagnað skyndilega og roði hlaupið í kinnar henni.
„— auk þess virðist hann alltaf gefa nánar gætur að mér —
fari eg út er hann alltaf einhversstaðar nálægur, brosandi,
með bukti og beygingum.“
„Aha,“ sagði Sam og bar kaffibollann að vörum sér.
„Ef eg væri huglítil — en það er eg ekki — mundi eg lostin
skelfingu. En þessi er ástæðan að eg vel mér jafnan eitt af
gildustu keyrum Ralphs þegar eg ríð hérna gegnum skóginn.“
„Já, en skógurinn er mín eign,“ sagði Sam og dreypti á kaff-
inu, „og vegurinn um hann er einkavegur.“
„Nei, Sam, væni minn,“ sagði Andromeda, „einkavegur
getur hann ekki talizt hér eftir, ef flökkurum helzt uppi að
fara hér um að vild.“
Sam lagði frá sér bollann og brosti.
„Eg get aðeins endurtekið, hjartað mitt, að þú hefir alveg
á réttu að standa, eins og ávallt. Eg mun gera ráðstafanir til
þess að óviðkomandi mönnum verði bannað að fara um þenn-
an veg. Og nú ætla ég með ykkar leyfi að týgja mig til farar.“
Um leið og hann var að fara skaut Andrómeda þessari spurn-
ingu að honum:
„Sam minn, hvert er erindi þitt við Ralph frænda þinn?“
„O, eg ætla aðeins að gera honum tilboð, einkar vinsamlegt
tilboð —“
í þessum svifum kom Perkins inn hávirðulegur að vanda
með silfurbakka í hendi og hneigði sig. Á bakkanum miðjum
var smá-bréflappi.
„Eftir mikla leit, framkvæmda af sérstakri skipan yðar,
lávarður minn, hefir mér auðnast að finna miðann — og færi
yður hann hér með.“
Sam tók miðann, sem var samanbögglaður, sléttaði hann og
las upphátt:
Kæri herra lávarður,
tíu gíneurnar sem þér gáfuð okkur hafa fært okkur