Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 70
118
R O K K U R
„Nú, án tafar, nú skal það gerast,“ æpti Ralph og smeygði
sér úr jakkanum og henti honum frá sér.
„Vertu ekki að reyna að egna mig upp,“ svaraði Sam stutt-
lega, „því að það ættirðu að geta séð, þótt þú sért ekki fylli-
lega með sjálfum þér, að eg iða í skinninu eftir að tukta þig
til, eins og eg mundi fúslega gera við hvern þann, sem mis-
þyrmdi konu — og þar sem Cecily er mér mjög kær og verður
alltaf —“
Hann vék sér til hliðar hlæjandi, er Ralph æddi að honum
með reiddan hnefann og kreppti hnefana, en er þeir gengu
nú fram hvor í móti öðrum, gekk gamli Tom milli þeirra, alls
ósmeykur, enda gamall bardagamaður:
„Herrar mínir, nei, herrar mínir — það kemur ekki til mála
að þið berjist hér, þar sem þessar óhræsis steinnibbur eru við
hvert fótmál. Ef þið getið ekki stillt ykkur um að fara saman,
þá komið inn á grasvöllinn umgirta, og berjist eins og enskum
sportmönnum sæmir.“
„Ágæt hugmynd, Tom frændi. Farðu á undan,“ sagði Sam
og kinkaði kolli.
Og nú, er þeir frændurnir gengu hlið við hlið, á eftir gamla
manninum, og Sam virti fyrir sér hinn fríða og vel vaxna unga
mann, sagði hann:
„Það er hörmulegt, hvernig þú ferð með nafn ættar þinnar.“
„Bölvun ættar minnar hvílir kannske yfir báðum jafnt —
skjöldur Scrope-ættarinnar er ekki svo hreinn, að þú ættir að
hafa mörg orð um.“
„Alveg satt,“ sagði Sam þunglega, „en sá er munurinn, að
eg geri allt, sem í mínu valdi stendur til þess að bæta um
fyrir allt sem mér hefir á orðið og misgerðir feðra okkar, en þú
heldur áfram að ata nafn ættarinnar auri, með þeirri afleið-
ingu, að þú ert að glata öllu áliti, — liggur títt ósjálfbjarga
fyrir hunda og manna fótum.“
Áður en Ralph fengi tíma til andsvara mælti Tom:
„Jæja, herrar mínir, þá er hingað komið, og munuð þið kom-
ast að raun um, að völlurinn er mjúkur. Má eg hjálpa yður úr
jakkanum, lávarður minn?“
„Nei, þökk, eg hafði ekki ætlað mér að fara úr jakkanum.“
„Jæja, heiðursmenn," sagði Tom gamli og tók gamalt silfur-
úr upp úr vesti sínu, „það er bezt að eg verði tímavörður.“
„Nei,“ hrópaði Ralph, „burt með þig, Tom. Við berjumst
meðan annar má uppi standa — og höldum áfram liggjandi,