Rökkur - 01.06.1952, Síða 72
120
ROKKUR
frænda þinn. Vertu nú ekki að kreppa hnefana lengur — réttu
mér hönd þína, þegar í stað, herra minn?“
Svo að fyrir Sam lá ekkert annað, þrátt fyrir rauða og
þrútna kinn, en brosa og hlýðnast hinni einarðlegu konu sinni.
.... Og svo stigu þau á bak hestum sínum, sem þekktu hver
annan eins vel og þau sem á þeim sátu þekktu hvort annað,
hestunum, sem voru hverri hreyfingu þeirra og taumtaki
vanir. Og nú spurði Andromeda af mikilli viðkæmni:
„Meiddi hann þig, Sam minn, — þessi óhræsis drukkni
hrotti.“
„Það skiptir engu um þetta,“ sagði hann og þuklaði um bólg-
inn vangann. „En hann var ekki drukkinn, væna mín.“
„Það er þó huggun,“ sagði hún háðslega.
„Og eg held, að hann hafi ekki ætlað að slá, eins og komið
var, en ekki getað stöðvað sig.“
„Vertu ekki að afsaka hann, vinur minn. Raunar gat honum
verið vorkunn, þar sem þú varst með konuna hans í fanginu.“
inu.“
„Já, eg mun hafa tekið utan um hana.“
„Já, og það — af talsverðum myndarskap, verð eg að segja.“
„Það held eg nú ekki, væna mín.“
„Ekki gat eg nú betur séð, væni minn.“
Það var enn dálítil nepja í röddinni.,
„Hann sver sig í ætt verstu manna af Scropeættinni, strák-
urinn — ef svo væri ekki mundi mér geðjast vel að honum.“
„Jæja, eg vona, að þú farir ekki að fá neitt dálæti á honum.
— Það er komið í ljós fullgreinilega hvern mann hann hefir
að geyma. Eg má vart til þess hugsa, hvað fyrir vesalings
Cecily kann að liggja í sambúðinni við hann.“
„Telpa mín,“ sagði Sam og hló, „þú þarft víst ekki að ala
neinar áhyggjur um það, — hún er víst eins ákveðinn stjórn-
andi hans og þú minn. Þínu valdi verð eg að lúta, Andromeda
— en þú beitir því líka rétt.“
„Geri eg það, Sam minn,“ sagði Andromeda og hallaði sér
dálítið að honum.
„Vissulega, og ekki þarftu að láta eins og þú sért þess ekki
meðvitandi.“
„Kannske,“ sagði hún og brosti. „Og mér þykir vænt um
það — mér finnst allt svo yndislegt þess vegna — það er að
segja þegar þú ert Sam sjómaður, en alltaf hefi eg dálítinn
beyg af jarlinum.“