Rökkur - 01.06.1952, Side 73
R O K Ií U R
121
„Þá, frú mín,“ sagði hann hátíðlega og bar hönd hennar að
vörum sér, — „vil eg gera þá játningu, að það hefir fært mér
mesta yndi og gleði, að verða þess var í öllu, að þú ert mín,
— og við hrynjandi lokka þína um miðnæturbil —“
„Nei, Sam,“ sagði Andromeda og skipti litum, „það sæmir
ekki að jarl mæli sem ævintýramaður, sem siglt hefir um öll
heimsins höf —“
„Réttur og sléttur sjómaður mundi hafa orðað það allt öðru
visi.“
„Hvernig þá?“
„Jack háseti mundi segja eitthvað á þessa leið: Mín ertu
stafna milli, með rá og reiða —“
„Sam,“ sagði frúin og leit á hann og skipti litum, „eg — veit
ekki — hvað við er átt með svona grófu tali.“
„Og víst veiztu það, ástin mín,“ sagði hann og bjóst til að
taka utan um hana, og það var sem „blessuð skepnan skildi“,
því að hesturinn hans færði sig þegar nær hinum, svo að ekk-
ert var auðveldara en leggja höndina um hið granna mitti
frúarinnar, og þegar jarlinn beygði sig niður til þess að kyssa
konu sína, námu hestarnir staðar eins og af sjálfu sér.
„Ó, Sam,“ sagði Andromeda loks og losaði sig hægt úr faðmi
hans, — „ef einhver sæi til okkar — við högum okkur eins og
erkikjánar.“
„Hverju skiptir um það? Við erum hamingjusöm — og þá
skiptir engu um neitt annað.“
Og svo riðu þau áfram um laufskálagöng heimaskógarins,
hamingjusöm og glöð, og sáu allt í ljósi hamingju sinnar, og
loks er sól var farin að hníga allmjög til vesturs komu þau
heim.
Andromeda fór þegar upp til þess að skipta um föt, og til
þess að líta eftir barni sínu, en Sam settist við skrifborð sitt
og hnipraði nokkrar línur á miða — nokkur sakleysisleg orð,
— sem áttu eftir að valda misskilningi og erfiðleikum:
Kæra Cecily!
Hittu mig í skóginum klukkan sex og mundu að
koma ein. Komdu ríðandi — og þú þarft ekki að hafa
keyri með þér.
Þinn sem ávallt,
S am. .