Rökkur - 01.06.1952, Síða 74
122
R Ó Ií K U R
Þegar hann hafði falið einum hestasveini sínum að koma
miðanum til skila lagði hann leið til starfsstofu Standish, þar
sem sá ágæti maður annaðist allt, sem við kom rekstri eigna
hans. Var mergð skjala fyrir framan hann á borðinu.
„Jæja,“ sagði hann og settist á hornið á skrifborðinu. „Hef-
irðu komist að raun um hvar Chalmers hefir tekið sér ból-
festu?“
„Ó-já, gamli félagi. Hann hefir keypt Priors Dene, fornlegt,
lítið en snoturt setur skammt frá þjóðveginum til Lundúna,
um tíu mílna vegalengd héðan. En hvers vegna fór hann að
setjast að á þessum slóðum? Það þætti mér gaman að vita.“
„Látum það liggja milli hluta í bili, — en veiztu hvort Twiley
markgreifi býr hjá honum?“
„Hann virðist hafa verið þar um tíma, en fyrir nokkru
fiutti hann í Wrybourne Arms sem er, eins og þú veizt, ekki
nema í tæplega tveggja mílna fjarlægð. En — hví flutti hann?“
„Kannske hann vilji vera nálægt Ralph frænda — og konu
bans?“
„Aha, svo vindurinn blæs úr þeirri áttinni,“ sagði Standish
all-þungbúinn.
„Kannske vindur eigi eftir að blása úr óvæntri átt — og dá-
litið óþægilega fyrir markgreifann.“
„En hvað vill hann Ralph?“
„Wrexford-mylnuna, Harry.“
„Og hvað vill hann Cecily?“
„Hana sjálfa."
„Því á eg bágt með að trúa.“
„Eg er ekki í neinum vafa.“
„Hvað hyggst þú fyrir?“
„Knýja hann til þess að leggja að, „hífa ’ann á dekk“ og —“
„Jæja, jarl minn, en ef þetta væri orðað öðruvísi, eins og við
tölum hérna á landsbyggðinni?“
í stað þess að svara dró Sam litla bók upp úr vasa sínum,
bundna í skinn. Hann leit sem snöggvast á titilsíðuna og las:
„Minning Charteris, lávarðs og jarls af Wrybourne í Virginíu,
ásamt ýmsum frásögnum úr styrjöldinni, saman dregnum af
Anthony Falconbridge, New York, 1779.“
Eftir dálitla þögn spurði jarlinn:
„Hvernig ber að skilja þetta? Er til annað Wrybourne?"
„Ó-já,“ sagði Standish og kinkaði kolli. „Samkvæmt gömlum
sögnum tvö. Fornar rústir með þessu nafni í norðurhluta Eng-