Rökkur - 01.06.1952, Side 75
ROKKUR
123
lands — og landsetur í Bandaríkjunum, en ekki er til nema
eitt Wrybourne Feveril. Það virðist svo sem á tímum Magna
Charta, Jóhanns landlausa og aðalsmanna, sem áttu í stöðugum
vígaferlum, hafi lafði Jóhanna Scrope verið einkaerfingi og flúið
úr nunnuklaustri, þar sem einn ættmanna hennar, Reginald
Scrope, hafði komið henni fyrir. Þar var hún fangi, en er
hún slapp, giftist hún Anthony nokkrum Charteris. Regin-
ald frændi lagði undir sig eignir hennar og landsetur, en þar
var þá kastali, sem hann víggirti ramlega, og hélt þar hlífi-
skildi yfir konungi gegn fyrnefndum aðalsmönnum, en lafði
Jóhanna og Charteris, maður hennar, sem var lávarður, byggðu
sér annan kastala norður í landi og kölluðu Wrybourne. Á
sextándu öld fluttust einhverjir afkomendur þeirra til Virginíu
og byggðu þar ættarsetur, sem var gefið nafnið Wrybourne.
Svo herma hinar gömlu sagnir, Sam. Og nú —“
„Herra trúr, miklir höfðingjar erum við, menn Scrope-
ættarinnar, baradagamenn og ræningjar —“
„Þeir voru það, lávarður minn. — En snúum okkur að hinu
— þeim vanda, sem kominn er til sögunnar, vegna Twiley
markgreifa."
„Eg mun gefa honum þá ráðningu^ sem hann aldrei skal
gleyma,“ sagði Sam og glotti meinlega.
Hann lagði aftur bókina, stakk henni í vasann, og gekk
á braut, en Harry Standish, hinn tryggi starfsmaður hans
og vinur, horfði á eftir honum hugsi á svip.
IX. KAFLI.
Sam hótar að beita keyri sínu.
Klukkan sex síðdegis þennan dag steig Cecily á bak reið-
hesti þeim, sem hún hafði mestar mætur á, og var hún klædd
snotrum aðskornum reiðfötum, er fóru hið bezta við fagran
líkama hennar. Tom var nálægur henni til aðstoðar. Brosti
hún til hans, er hún hafði komið sér fyrir í söðlinum, og sagði
lágt, mjúkri röddu:
„Guð blessi yður, Tom minn, ekki veit eg hvernig eg kæmist
af án yðar. Hefir þú svipazt eftir miðanum?“
„Vissulega, lafði mín, en afhenti Will Fisher yður hann
ekki?“
„Jú, Tom, jú, en eg týndi honum. Eg hlýt að hafa týnt hon-