Rökkur - 01.06.1952, Side 77
R 0 K K U R
125
horfði hún á hann svo sorgbitnum augum, að fúlmennið, sem
vel vissi hvern hún elskaði, Ralph, eiginmann sinn, hataði
hann enn dýpra á þessari stundu en áður og fyrirleit, en samt
var hann svo glaður yfir að áform hans virtist ætla að heppn-
ast, að nú gerðist það, sem aldrei hafði hent áður þennan
mjúkmála mann. Honum vafðist tunga um tönn, en loks fekk
hann stunið upp, allvesaldarlega:
„Ó, Cecily, hve dásamlegar þér eruð, hryggðin í hinum
fögru augum yðar sker mig í hjartastað — yfir yður er helgi-
blær, eg tigna yður, og bið þess að þér miskunnið yður yfir
clánsaman mann, sem elskar yður.“
„Nei,“ kallaði hún hátt, reið og móðguð, „eg vil ekki hlusta
a yður.“
„En þér verðið að gera það,“ sagði hann og brosti, „þér
verðið að hlýða á ástarjátningu mína til enda — það er orðið
höfuðmark mitt í lífinu, að vinna ástir yðar —“
„Þagnið,“ sagði hún æf af reiði, „hvernig dirfist þér —“
„Cecily, það er ekkert, sem eg mundi ekki áræða yðar
vegna — því að þér eruð ginnandi í æskuhreinleika yðar —
ginnandi, lokkandi —“
„Smánið mig ekki þannig — talið ekki þannig til mín,
horfið ekki á mig þessum augum, lofið mér að fara ferða
minna — ó, eg hefi megnustu óbeit á yður —“
„Hvers vegna? Vegna þess, að þér vitið, að eg bý yfir valdi
til þess að hafa þau áhrif á vður, að þér munuð læra að njóta
ástarinnar og lífsins til íulls —“
„Víkið af vegi mínum —“
„Hægan, fagra vel skapta kona, — fegurri en Venus sjálf —“
Hann greip í taumaná, er hún ætlaði að knýja hestinn áfram.
„Ó, ef eg aðeins hefði svipu —“
„En það hafðið þér ekki —“
„En eg hefi góða svipu,“ var allt í einu kallað og var þeim
rnikið niðri fyrir, er mælti. „Eg kem helzt til seint, en betra
er seint en ekki.“
Það small í svipuólinni, er hún lenti á úlnlið þeirrar handar,
sem um taumana hélt, og duttu taumarnir fljótlega úr mátt-
vana hendinni. Hina höndina bar Twiley ósjálfrátt að skamm-
byssuhylki sínu, en hikaði, því að allt í kringum hann voru
riddarar vel vopnaðir.
Jarlinn, sem nú hafði jafnað sig, tók nú til máls:
„Markgreifi, þér hafið nú um tvennt að velja. Annaðhvorf.