Rökkur - 01.06.1952, Side 78
126
RÖKKUR
biðjið þér konu þessa fyrirgefningar og farið síðan á braut í
umsjá skógarvarða minna eða þér verðið hýddur hér að henni
viðstaddri. Veljið þér, herra, þegar í stað.“
Andartak gat markgreifinn engu orði upp komið. Því næst
tók hann ofan hatt sinn með vinstri hendi, því að hin var
honum enn ónýt, brosti við Cecily og mælti:
„Lafði mín, fagra, virðulega kona, hafi nokkur móðgandi
orð komið yfir varir mínar, bið eg yður í allri auðmýkt iðrandi
hjarta um fyrirgefningu yðar.“
Því næst setti hann hattinn skáhalt á höfuð sér og ávarpaði
jarlinn:
„Jarl minn,“ mælti hann af nístandi kulda, náfölur og titr-
andi af reiði, „njótið þessa sigurs yðar — þessa stundarsigurs.
Eg er ekki vanur því að leggjast á bæn, en nú mun eg gera
það, og biðja almáttugan guð þess, að sá tími megi koma, að —“
Hann kinkaði kolli, en svo varð augnaráð hans tryllingslegt
í svip, er hann hugsaði til þeirrar smánar sem honum var
búin, að vera leiddur burt af skógarvörðunum sem hver óval-
inn þorpari, en við þetta varð hann nú að sætta sig.
„Ó,“ sagði Cecily, þegar skógarverðirnir voru horfnir á
braut með hann, „það var morð-tillit í augum hans, Sam.
• Hann hyggur á grimmilegar hefndir — hann drepur þig.“
„Þú skalt ekki ala neinar áhyggjur, væna mín,“ sagði Sam
hinn rólegasti, „komdu heim með mér til Andrómedu, og
minnumst ekki einu orði á það, sem gerzt hefir.“
X. KAFLI.
Hugarkvöl af völdum afbrýðisemi.
Tom gamli leitaði langa stund að hinum týnda bréflappa,
en sú leit bar vitanlega engan árangur, því að húsbóndi hans
sat ygldur á brún með lappann í höndum sér, kvalinn af-
brýðisemi, enda þóttist hann nú hafa fengið sannanir fyrir
því, að illar grunsemdir hans hefðu við rök að styðjast. Til
þessa höfðu engar hugsanir í þessa átt valdið honum hugar-
angri. Nú sat hann og studdi höndum að gagnaugum og starði
á orðin, sem á miðann voru skrifuð.
Hann var svo gersamlega á valdi haturþrunginna hugsana,
að hann varð þess ekki var, að starað var á hann af mikilli
undrun, af manni nokkrum er stóð í garðglugganum, sem