Rökkur - 01.06.1952, Page 79
RÖKKUR
127
var opinn, en allt í einu varð Ralph bilt við, því Twiley
— en það var hann sem kominn var — mælti til hans mjúkri
róddu:
„Aha, Ralph, þér eruð einn. Leyfið mér að hafa ofan af
fyrir yður í einverunni."
Og inn kom hann og mælti um leið mjúklega og lævíslega:
„Einn, kæri vin, einn — að venju.“
„Já,“ tautaði Ralph, „einn að venju — eins og vant er þá er
kona mín út og suður — guð má vita hvar —“
„Ó, nei, Ralph, það vita kannske fleiri en guð almáttugur,
— eg“
„Þér — vitið það?“
„Vissulega, kæri vin —“
„Jæja, jæja, segið mér allt af létta, — talið þér, því leynið
þér mig þessu?“
Twiley hætti sem snöggvast að horfa á áhyggjufullt andlit
Ralphs og leit á bólgna og bláa úlnliði sína. Og svo brosti
hann allra náðarsamlegast — og mælti lágt:
„Hvar skyldi hún vera, kæri vin, nema þar sem hún nýtur
umhyggju og verndar hins virðulega og göfuga jarls, frænda
yðar?“
„Með Japhet — með honum, ó-já, vitanlega, eins og vana-
lega. Þau hittust í heimaskóginum, en hvar eru þau nú, hvert
fóru þau? Ó, eg veit það — hérna er svarið — “og hann þreif
bréfmiðann samanbögglaðan og lagði í hönd markgreifanum,
sem tók við honum af ákefð. „Nú — hvað finnst yður?“
MarKgreífinn gaf sér góðan tíma til þess að lesa það, sem
á miðann var skrifað. Því næst stundi hann þungan og sam-
úðarlega og mælti í hálfum hljóðum:
„Það var þá eins og mig grunaði.“
„Segið mér frá grun yðar.“
„Lafði yðar, kæri vin, er óvanalega fögur kona, já, svo hríf-
andi, að fáir dauðlegir menn munu geta varizt að freistast af
slíkri fegurð —“
„Hvern þremilinn eruð þér að gefa í skyn?“
„Ekkert, kæri Ralph — ekkert — það mundi eg ekki voga
mér.“
„En þér sáuð þau í skóginum."
„Já.“
„Segið mér þá, hvað — hvað — voru þau að gera?“
Twiley markgreifi leit sem snöggvast á hinn áhyggju- og