Rökkur - 01.06.1952, Page 82
130
R O K K U R
„Hann og engan annan, vitanlega."
„Nú, hvað er nú á seyði?“
„Hann hefir aftur í hótunum við okkur.“
„Hvers vegna?“
Nú voru varir hans orðnar náhvítar.
„Af því að hann er óþokki í merg og bein — til þess að
minna okkur á, að hann hafi allt okkar ráð í sinni hendi —
til þess að láta okkur dansa eftir sinni pípu, kæri Alfreð.“
„Wrybourne sneið af honum höndina,“ hvæsti Bellenger,
„eg vildi að hann hefði sniðið af honum höfuðið."
„Já, ef hann hefði gert það, en það gerði hann 'ekki —
og þess vegna verðum við að dansa eftir hans pípu — en yfir
vofir, að hann láti ekki sitja við hótanirnar einar.“
Bellenger fann allt í einu, að hann þurfti að losa um
kraga sinn og hálsbindi. Svitadropar gljáðu á enni hans.
„Ó-já, þessu er nú svona varið,“ sagði Twiley og kinkaði
kolli til hans armæðulegur á svip. „Eg sé að þú skilur til fulls
hversu skelfileg aðstaða okkar er, og er þó þín öllu verri,
Alfreð minn. Hann getur lagt allt í rústir fyrir mér hér, gert
mig landrækan, en þín bíða aðeins ógnir —“
„Se- segðu það ekki,“ stundi Bellenger upp.
Það var eins og Bellenger gæti ekki náð andanum lengur.
Kann skalf og nötraði frá hvirfli til ilja og horfði með æði \
ðugum í kringum sig, og svo til lofts, eins og hann byggist
við að sjá einhverja skelfingarsjón, og svo hvíslaði hann og
varð vart séð, að varir hans bærðust:
„Nei, nei . ... í guðanna bænum ... . “
Twiley hafði gefið honum nánar gætur og dreypti enn á
vininu. Svo mælti hann, enn lágum rómi:
„Alfreð, drekktu, blessuð sálin, drekktu, drekktu, og svo
skulum við herða upp hugann og ráða ráðum okkar, hvernig
við bezt getum afstýrt hættunni, svo að okkar bíði ekki ill
örlög. Og þú þarft ekki að sitja þarna eins og vofa — þú
getur mælt frjálslega, enginn heyrir til okkar hér. Að sjálf-
sögðu hefi eg séð um, að enginn ónáði okkur. Lyftu glasi,
gamli félagi, við erum þrælar, en frelsið bíður okkar, algert
frelsi, og það er ekki langt undan, ef við þekkjum okkar
vitjunartíma.“
„Já, já,“ stundi Bellenger upp, nokkru hressari, en af mikl-
um ákafa. „Lyftum glösum og óskum kúgaranum allra óheilla.“