Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 83
RÖKKUR
131
Hann drakk til botns og bjóst til að fylla glas sitt af nýju,
en Twiley stöðvaði hann ákveðið og rólega, með því að leggja
hönd sína á handlegg hans.
„Ekki strax, Alfreð, við verðum að geta hugsað skýrt —
drekkum því ekki of ört. Hvað dettur þér helzt í hug til þess
að sigra fjandmanninn?“
„Við verðum að sjá um, að þegar þeir heyja einvígi næst,
hann og Wrybourne jarl —“
„Það verður ekkert einvígi háð, kæri Alfreð,“ sagði Twiley
mæðulega og raunamæddur á svip.
„Ætlar hann þá að gugna á að hefna sín? Hann gortaði af
því í Lundúnum, að hann skyldi hefna sín grimmilega?"
„Og Alfreð, hann talar enn í sama dúr, — en —“
„Hví í djöflinum var hann að veita honum eftirför hingað
í Essexhérað, ef hann hyggur ekki á hefndir?“
„Hann ætlar sér vafalaust að koma fram hefndaráformum,
en —“
„Gott og vel, þess vegna býðst okkur tækifæri, Raymond,
— undir eins og hann lætur til skarar kríða látum við einnig
bendur standa fram úr ermum —“
„Alfred, eg er sannfærður um, að hann muni ekki — þegar
á á að herða, láta til skarar skríða —“
„Við hvað áttu?“
„Að hann muni ekki koma fram hefnd, eins og við skiljum
það orð.“
„Eg botna ekkert í hvað þú ert að fara. Eg veit — og þú
líka, að eina mark hans í lífinu er að koma fram hefndum
á jarlinum."
„Alveg rétt, hann dreymir um það, það hlakkar í honum,
er hann hugsar um það, og hann hugsar ekki um annað, og
hann er ánægður með að hugsa og dreyma um stund hefnd-
arinnar, og aldrei verður neitt úr neinu. Skilurðu nú hvað eg
á við?“
„Nei, eg geri það ekki. Fari í logandi, ef eg geri það. Hví
skyldi hann ekki framkvæma hefndaráform sín?“
„Vegna þess, að ef hann kæmi fram hefndum yrði lífið hon-
um óbærilegt eftir á — hann hefði ekkert til þess að lifa fyrir.
Hefndarlöngunin er það, sem heldur við lífslöngun hans og
þrótti. — skilurðu nú?“
„Já, eg skil svo sem hvað þú ert að fara, en mér finnst þetta
9*