Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 84
132
RÖKKUR
samt hreinasta fjarstæða. Ef þetta væri svo er hann allur
arxnar inn við beinið en hinn harðsvíraði og heiftugi Chal-
mers. Hann hefir þá breyzt eigi lítið.“
„Alveg rétt, Alfreð. Hann hefir tekið einkennilegri breyt-
ingu í þessum seinustu veikindum hans.“
„Já, veikindum hans,“ sagði Bellinger og í ólundartón og
varð jafnframt illmannlegur á svip, „það fór illa — eg hélt,
að við mundum þá losna við hann með hægu móti. Ef ekki
þessi —“
„Elísabet McGregor hefði komið til skjalanna.“
„Hún er þó aðeins gömul kona, Twiley.“
„Alveg rétt, en hugrökk sem ljón, traust og trú — og hyggin
— lætur alla hlýða boði sínu og banni, jafnvel húsbóndann,
Chalmers okkar.“
„Já, já,“ sagði Bellenger og kenndi óþolinmæði í rödd hans,
„en við verðum að losna við hann fyrir fullt og allt, en hvern-
ig, Raymond, hvernig?“
„Með því að halda þannig á spilunum, að hann grafi sjálf-
ur gröf sína.“
„Já, já, en þetta eru orð tóm — hvernig getum við farið
að því — eg er að bíða eftir útskýringum á því, maður.“
„Með notkun réttra verkfæra, til dæmis — hreyfðu nú ekki
aftur við flöskunni. — Eg hefi gert mér það ómak að koma
roér eylítið í mjúkinn hjá sveitagyðju nokkurri, laglegustu
stúlku, en heimskri, og því sauðtryggri — og hún er yfirbarn-
fóstra hjá Wrybourne jarli. Og eg hefi lítillækkað mig til að
vingast við mann, sem ekkert þráir innilegar en að hefna sín
á Wrybourne jarli, og þessi kunningsskapur er þreytandi því
að þessi aðalsmannsnefna er drykkfeld úr hófi fram —“
„Já, en hvað kemur þetta Chalmers — og mér — við?“
„Vertu nú ekki alltaf að grípa fram í, Alfreð, og þér mun,
vona eg, skiljast allt um það er lýkur. Hlustarðu eftir orðum
mínum, Alfreð?“
„Að sjálfsögðu geri eg það.“
„Gott og vel. Við notum þá þessi verkfæri til þess að ná
okkur niðri á honum Róbert okkar, og notum þau þannig, að
svo virðist, sem hann reyni að bana jarlinum — gangi allt að
óskum eru þeir brátt báðir úr sögunni — ef ekki skal öllu svo
fyrir komið, að Wrybourne reyni að drepa hann — og heppn-
ist það.“