Rökkur - 01.06.1952, Síða 86
134
RÖKKUR
„Og þér eruð hjartanlega velkominn, Ralph. Þetta er vinur
rninn, herra Bellenger. Alfreð — Scrope lávarður! Nú biðjum
við um meira vín og skemmtum okkur hið bezta.“
„Skemmtum okkur «— skemmtum —“, tautaði Ralph og
sáu þeir félagar nú, að hann var drukknari en þeir höfðu ætl-
að, enda var heitt í herberginu, og sveif nú sem óðast á hann.
„Nú drekk eg ekki meira í kvöld,“ tautaði hann, „nú skal
— nú er stundin að rennna upp —“
Upp úr vösum reiðjakka síns dró hann skyndilega tvær ein-
vigisskammbyssur.
„Hve — hver þremillinn?“ hrópaði markgreifinn og reis á
fætur.
„Já, Japhet frænda eg ætla að dr-epa hann þegar í stað.
Ríða til hallarinnar og útkljá málið, skilurðu, einvígi upp á
ljf og dauða, maður minn — í borðsalnum, og nú er kvöld-
verðarstund, svo að þú tekur hatt þinn, Twiley — og af stað.“
Ralph stóð nú á gólfinu og handlék skammbyssurnar og var
ærið óstyrkur, enda leizt Twiley og Bellenger ekki á blikuna,
en er Twiley hafði þokað sér nokkuð frá, andavarpaði hann,
með ygldar brúnir, en brosi á vörum og í léttum tón:
„Ekki í kvöld, gamli félagi, hvenær sem þér viljið, en ekki
í kvöld. Látið mig fá vopnin í bili — og svo opnum við flösku.“
„Til helvítis með flöskuna þína,“ stamaði Ralph, „settu upp
hattinn, einvígisvott ve-rð eg að hafa, því að þetta verður
einvígi, maður á móti manni, skilurðu, ekki neitt morð, svo á
bak, maður minn.“
,;Nei, nei, Ralph, þetta er vitfirring —“
„Vitfirring, eg held nú ekki, heilbrigð skynsemi, maður
Rúnn, — hattinn — gleymið ekki hattinum — og út — og á
bak.“
„En kæri vin, það nær engri átt að útkljá málin á þennan
hátt."
„En eg æ-tla mér, að gera það svo-ona. Svo við skulum
ríða af stað.“
Twiley sá af svip Ralphs, að hann var staðráðinn í að ríða til
hallarinnar, og gerði sér enga grein fyrir hve drukkinn hann
var. Nú reið á miklu, að hindra þetta áform — því að önnur
betri voru í bruggi.
Twiley yppti öxlum til merkis um, að hann myndi ekki
mæla í mót frekara og sagði: