Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 87
R Ö K K U R
135
„Gott og vel, eins og yður þóknast, kæri vin, — en drekk-
um eina skál, áður af stað er lagt, — hérna, eg læt mér ekki
annað lynda.“
Um leið og hann mælti hellti hann glas barmafullt og rétti
Ralph, sem leit girndarauga til drykksins, en hikaði. Það var
þo aðeins andartak, — hann lagði skammbyssurnar frá sér á
borðið, tautaði eitthvað í þakkar skyni og teigaði úr glasinu
ems og dauðþyrstur maður, en Twiley fyllti það aftur, áður
en hann fengi lagt það frá sér, og mælti glaðlega:
„Drekkið, drengur minn, drekkið þetta meðan eg smeygi
mér í reiðstígvélin. Meðal annara orða, hvernig er veðrið?“
„Ve-eðrið er alveg fy-rirtak —“
„Við skulum gá til veðurs, gamli félagi,“ bætti hann við
og gengu þeir nú út að grindaglugganum og var Ralph óstyrk-
ur mjög orðinn. Twiley gaf Bellenger bendingu um leið og
hann gekk að glugganum. Svo leit hann út og mælti:
„Það er alveg satt sem þér sögðuð, Ralph minn, það er fyrir-
taks veður — hallið yður fram, loftið er ilmandi, hressandi,
svona, svona, gætið þess að detta ekki.“
Ralph leit út, en meðan hann gerði það greip Bellenger
skammbyssurnar og faldi þær undir borðinu, fyllti nýtt glas
og setti á borðið.
„Já, fyrirtaks veður,“ sagði markgreifinn enn, „og það verð-
ur tunglsljós."
„Fjandinn hirði tunglskrattann og fjandinn hirði Japhet —
en hann verð eg að drepa — svona, af stað nú.“
Hann. sneri sér við og skjögraði frá glugganum og að borð-
inu og lagði frá sér tómt glas sitt, kom auga á hitt, og tók það
og tæmdi í einni svipan, en svo var eins og hann fengi yfir
höfuðið. Hann strauk um enni sér, riðaði og hneig svo fram
á borðið. Hann hafði ekki mátt til að rísa upp og var brátt
farinn að hrjóta.
„Jæja, það ætti að vera öllu óhætt með hann í kvöld,“ sagði
markgreifinn og hristi hann, án þess Ralph rumskaði. „Hann
drepur engan — ekki næstu klukkustundirnar.“
Bellenger var nú búinn að jafna sig og fyrirlitningarsvipur
kom á andlit hans.
„Ef þetta er eitt af verkfærum þínum, Raymond, þá —
lízt mér ekki á.“
Um leið hrækti Bellenger í eldinn.