Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 89
RÖKKUR
137
megni að brosa, eins og til þess að fullvissa hana um, að hún
þyrfti ekkert að óttast. En augu hans voru að ljúkast aftur,
beyrði hann aðra rödd gerólíka. Mælt var í reiði, hranalega:
„Slepptu honum, Cecily, heyrirðu hvað eg segi. Láttu hann
eiga sig.“
„Nei, Ralph, það keraur ekki til mála. Það er Sam og hann
hefir særzt —“
„Þú þarft þó varla að hjúfra þig svona upp að honum, hel-
vízkum þrælnum —“
„Skammastu þín að tala svona. Ríddu eftir Finch lækni og
farðu greitt. Farðu, Ralph, og vertu nú einu sinni fljótur.“
„Ha, ha, og skilja ykkur eftir hérna, í faðmlögum — nei,
eg fer hvergi, nema þú sverjir þess dýran eið —“
„Uss, Ralph, þú ert viti þínu fjær, — og — einhver er að
koma, guði sé lof. Hlustaðu?"
Hófadynur kvað við. Einhver var á ferð ríðandi og nálg-
aðist óðum og reið sá hinn sami eins og hann gat komið hest-
inum — reiðmaðurinn kallaði í viðvörunar skyni, og allt í
einu hentist maður og hestur yfir limgirðingu skammt þarna
frá, stöðvaðist skyndilega og hljóp af baki snarlega og að
Sam, þar sem hann lá.
„Guð minn góður,-------- eg óttaðist þetta — heyrði skotið,“
sagði herra Standish slitrótt — örvæntingarfullur á svip.
„Hæfðu þeir hann, Cecily? Hvað gerðist?“
„Einhver skaut úr launsátri — og hæfði hestinn .. . . “
„Sam, Sam, gamli félagi — hann er þó ekki dauður, Cecily?“
„Langt í frá, gamli skipsfélagi,“ svaraði Sam, sem nú fór allt
í einu að hjarna við. „Næ — mér — fljótlega.“
„Guði sé lof,“ sagði Standish ákafur. „Getið þér sezt upp,
lávarður minn?“
„Bíddu — sjáðu,“ svaraði Sam og settist upp með erfiðis-
munum og veikri röddu, en er hann sá Ralph ólgaði hugur
hans, og hann brýndi raustina og kallaði:
„Þakka þér fyrir samúð þína og aðstoð, frændi — það var
eins og við mátti búast af manni af Scrope-ættinni — og
hypjaðu þig nú frá, svo að við hin getum notið fegurðar lands-
lagsins.“
Hann sneri sér að Cecily, sem enn kraup á kné við hlið
hans og mælti:
„Guð blessi þig, Cecily, þú hefir enn reynst verndarengill."
Hann bar hönd hennar að vörum sér og kyssti á hana og