Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 90
138
RÖKKUR
virtist Ralph þá ætla að taka undir sig stökk, en Standish gekk
í veg fyrir hann.
„Hægan, lávarður minn,“ sagði hann rólega, en svo ákveð-
inn, að ekki þurfti að efast um, að honum var að mæta, ef
í illt færi. Ralph virti hann fyrir sér, sá, að þessi grannvaxni
maður mundi stæltur vel og ekkert lamb að leika við, en
þó kreppti hann hnefa, eins og hann ætlaði að ráðast á hann,
en Standish spratt þá á fætur léttilega, til alls búinn. Cecily
var milli þeirra, róleg, en eins og sú, sem valdið hafði.
„Ralph, Ralph,“ sagði hún lágt, og lagði hendur sínar um
annan hinna kraftalegu hnefa hans, „komdu nú heim með
mér — nú þegar.“
Rödd hennar var þýð að vanda, og það var eins og sterkan
orkustraum legði úr hlýjum höndum hennar, og hann lét
möglunarlaust að orðum hennar, lét hana leiða sig að hestum
þeirra og svo riðu þau á braut samhliða, sömu leið og þau
komu.
„Guð verndi hana ávallt,“ sagði jarlinn. „Laglegur meiður
Scrope-ættarinnar, eða hitt heldur.“
„Sammála,“ sagði Standish, ,-jen við skulum ekki hafa
áhyggjur af honum nú. Sam, lítið á þetta.“
Úr vasa hins skrautlega jakka síns dró hann silfurskamm-
byssu.
„Hér er vopn manns þess, sem gerði tilraun til að drepa yður
— hann hlýtur að hafa heyrt mig koma, orðið hræddur og
misst skammbyssuna. Hún var enn volg, er eg tók hana upp.
Einvígisskammbyssa, Sam, og hlýtur því að vera önnur sams-
konar til. Takið við henni, lávarður minn, lítið á hana.“
Sam gerði svo og virti fyrir sér þennan glæsliga grip, hristi
því næst höfuðið eins og hann gæti ekki áttað sig á einhverju.
„Þér hafið vitanlega tekið eftir nafninu, sem á hana er graf-
ið — nafni eigandans?“
„Chalmers, vitanlega, Harry. Og fangamark hans ígreypt þar
að auki. Þetta er furðulegt.“
„Og hvað er svo furðulegt við þetta?“
„Hvers vegna er notað vopn, sem — ef óheppni var með —
myndi reynast hið bezta sönnunargagn? Og hvers vegna var
það skilið eftir?“
„Vitanlega missti þorparinn það, af því að hann varð hrædd-