Rökkur - 01.06.1952, Page 91
RÖKKUR
139
ur, eins og eg sagði áðan. Það var sá asi á honum, að eg kom
alls ekki auga á hann.“
„Þar að auki,“ sagði 'Sam hugsi, „það er ekki Chalmers
líkt að skjóta úr launsátri. Hann mundi aldrei grípa til slíkra
ráða.“
„Hann hefir verið ær orðinn af hefndarþrá."
„Má vel vera, en samt — hann mundi ekki beita svona
aðferð —“
„Eg held, Sam, að svo sé komið, að hann mundi grípa til
hvaða ráðs sem væri, til þess að koma fram hefnd. Við vitum,
að hann hefir orðið manns bani fyrr.“
„Satt að vísu, en það var jafnan maður á móti manni —
í „heiðarlegum bardaga“ eins og það er kallað — en hvað um
það, hann mundi aldrei liggja í leyni til þess að koma fram
hefnd.“
„Já, en í rauninni vitum við lítið um hann nú, nema að
hann hefir alið á hatri sínu til yðar, lagt á ráð um, hvernig
hann gæti hefnt sín — og nú — jæja, þarna liggur hesturinn
yðar dauður, og þarna er skammbyssan.“
„En ekki höndin, sem þrýsti á gikkinn.“
„En hver annar gæti —?“
„Einn eða tveir koma strax fram í hugann.“
„Já, ef út í það væri farið — og þér eigið óvildarmenn í
borginni, jafnvel hér í byggðarlaginu. Ralph til dæmis —“
„En hann var hér með Cecily?“
„O-nei — eg sá hann ríða hingað einan síns liðs. Hann
kom rétt á undan mér.“
„Menn af Scrope-ættinni — sumir hverjir — voru blóð-
Þyrstir, hefnigjarnir —“
„En alltaf heiðarlegar undantekningar.“
„Mjög fáar, Harry, mjög fáar.“
„Hvað sem þessu líður tel eg allt benda til, að skammbyssa
Sir Róberts sé nægt sönnunargagn. Hann er maðurinn — við
ættum að gera lögreglunni í Bow Street aðvart. Við verðum
að hafast eitthvað að.“
„Það ætla eg mér.“
„Hvað?“
„Eg ætla að ganga hreint til verks og spyrja hann —“
„Hvern — ekki þó Chalmers?“
„Vitanlega — hann á heima í Priors Dene, var ekki svo,
við veginn til London?“