Rökkur - 01.06.1952, Page 92
140
RÖKKUR
„Þér ætlið raunverulega að fara á fund hans, spyrja hann
— og taka orð hans trúanleg?"
„Já, upp á stundina,“ og Sam staulaðist á fætur með erfiðis-
munum.“
„Svo sannarlega fer eg með yður.“
„Gerið svo vel, Harry, og náið í annan hest, eg tek yðar.“
„En, kæri vin, það tekur mig tuttugu mínútur.“
„Hálfa klukkustund að minnsta kosti,“ sagði Sam glottandi
og tróð skammbyssunni í vasann.
„En eruð þér ekki of máttfarinn —?“
„Sussu nei, — en mundu mig um það, Harry, að vera ekki
að segja Andrómedu frá þessu. Eg ætla að segja henni það
sjálfur.“
Svo kinkaði hann kolli brosandi til vinar síns og reið af
stað.
XIII. KAFLI.
Sam yfirheyrir fjandmann sinn.
Sam var að ganga frá hesti sínum og virða fyrir sér hið
reisulega hús um leið, er kona nokkur gekk til hans. Hann
tók í hattbarðið og mælti:
„Góðan dag, kona góð. Er þetta Priors Dene?“
„Víst er um það. Þér eruð jarlinn af Wrybourne, ef eg get
mér rétt til?“
Jarlinn fór nú að virða konuna betur fyrir sér, hávaxna,
frekar grannholda og beinabera, en virðulega, með hörkulega
andlitsdrætti, — og þó var furðuleg mildi í svipnum, ef betur
var að gáð, því að konan var munnfríð og brosti fagurlega,
augun stór, augnahárin dökk og fögur.
„Eg trúi að þér séuð jarlinn af Wrybourne?" spurði hún
aftur og mælti á góðri ensku, en ekki mállýzkunni, sem að
sjálfsögðu var henni tamari. Og nú hneigði jarlinn sig fyrir
henni og mælti með hattinn í hendinni:
„Eg er hann, frú, og yðar þjónustu búinn.“
„Og segið mér, jarl minn, hví erum við þessa heiðurs að-
njótandi?“
„Eg geri mér vonir um, að geta fengið tækifæri til þess
að spjalla smástund við Sir Róbert Chalmers."
„Já, hver skyldi trúa,“ sagði konan undrandi, og veifaði