Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 93
RÖKKUR
141
arfasköfu, sem hún hélt á, og mælti hún nú á mállýzkunni,
„ekki þó vænti eg til þess að höggva af honum hina höndina?“
„Ha?“ sagði jarlinn og var nú allur í sjómannsessi sínu,
„eg held nú ekki.“
„O-jæja, þér gætuð líka látið yður nægja að hafa höggvið
af honum aðra höndina, því að hann er aumkunarverður og
l'jálparvana, síðan hann missti höndina. En eg heiti Elisabeth
McGregor, jarl minn, og leyfi mér að tala við yður eins og
mér býr í brjósti, því að það er venja í minni ætt, get eg sagt
yður, og nú spyr eg og vænti þess, að þér svarið í fullri hrein-
skilni: Hvað viljið þér Sir Róbert —?“
„Eg ætla að skila honum dálitlu, sem hann er —“
„Ekki þó hendinni, sem -af var höggvin.“
„Frú McGregor,“ sagði Sam og horfði í gáfulegu, fögru
augun, sem á honum hvíldu, „væri það á mínu valdi, mundi
eg gera það.“
„Ó, maður minn,“ sagði Elísabet, á hinni skozku mállýzku
sinni, „og þetta segið þér af heilum hug?“
Hún færði sig lítið eitt nær honum.
„Eg segi það í hjartans einlægni.“
Þau stóðu um stund og horfðu hvort á annað.
„Já, vissulega, —: eg trúi yður.“
„Kona góð,“ sagði Sam á sinn frjálslega sjómannshátt, „eg
þakka yður fyrir traust yðar og hér er hönd mín upp á það,
og tel eg mér það sæmd, ef þér viljið takast í hendur við
mig.“
Hann rétti fram hönd sína. Nokkurra augnablika þögn —
svo henti hún frá sér sköfunni, þreif í hönd hans og skók
hana af miklum innileik, sleppti henni svo og kinkaði kolli,
og brosti lítið eitt, brosi, sem var blandað hörku og mildi.
„Jæja, lávarður minn, þér eruð kannske ekki eins blóð-
þyrstur og grimmur bardagamaður og sagt er, og býð eg
yður nú hjartanlega velkominn.“
„Og eg þakka yður aftur.“
„Komið þá með mér,“ sagði hún, „og eg skal leiða yður á
fund þessa vesalings manns, en hann á vissulega sífellt í
miklu sálarstríði — hann er 1 rauninni drengur góður, ef
hann gæti notið sín, en hið illa hefir hann á valdi sínu, —
ella væri hann orðinn bæði góður og mikill maður. Hann er
nefnilega sjálfum sér verstur. Og nú er hann þarna í sumar-