Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 94
142
R Ö K K U R
húsinu og er að reyna að læra að skrifa með vinstri hendi.
Uss, það er bezt, að eg tali við hann fyrst.“
Og nú bar aftur fyrir augu Sam mann þann, sem hann
eitt sinn hafði augum litið sem sinn versta fjandmann. Hann
sneri baki að honum og var allbeygður að sjá, með fjaðra-
penna í vinstri hendi, sem honum sýnilega veitti erfitt að
nota, en á borðinu fyrir framan hann voru ótal lappar, með
pári og blekblettum, og var engu líkara en að það hefði verið
Jane litla, sem párað hafði. Sir Róbert var sjálfum ljóst
hve óhönduglega honum tókst skriftin og var að bölva sjálf-
um sér í sand og ösku, er þau komu.
Ósjálfrátt ætlaði Sam að draga sig í hlé, en Elísabet þreif í
ermi hans og togaði hann með sér, og mælti:
„Rabbie minn, hér er gestur kominn, sem vill hafa tal af
þér —“
Sir Róbert leit upp snögglega og á gestinn sem snöggvast og
stappaði í gólfið, en formælingarorðin streymdu af vörum hans.
„Elísabet, — kona — vogarðu þér — og, ha, þér Wrybourne
— hví gerist þér svo ósvífinn að stíga fæti inn fyrir þröskuld
minn. Eg vil hvorki heyra yður né sjá.“
„En hvorttveggja verðið þér nú að sætta yður við nokkur
augnablik.“
Sir Róbert kreppti hnefa heilu handarinnar og ætlaði að
stinga handleggsstúfnum í barm sér, en hætti við það, og
véifaði honum þess í stað, eihs og hann hygðist ráðast á gest-
inn, en svo var sem örvænting ætlaði að buga hann — hann
hneig niður í stólinn tautandi og mælti:
„Elísabet, skildu okkur eftir eina.“
„Jæja, kannske eg bregði mér frá, en eg fer ekki langt —
svo að þið skuluð hegða ykkur vel. báðir tveir, eða eg mun
fmna ykkur í fjöru.“
Hún kinkaði kolli til beggja, e Sir Róbert hnyklaði brúnir
og horfði illilega á jarlinn.
„Jæja, lávarður sæll, hvers vegna verð eg að þola þessa
móðgun? Hvers vegna eruð þér hingað kominn?“
' „Leyfið mér að spyrja, Sir Róbert, hafið þér verið að heim-
án? Eg sé, að reiðstígvél yðar eru rykug?“
„Hvað varðar yður um það, en raunar er þetta ekkert leynd-
armál. Eg var úti að ríða og kom fyrir klukkustund heim aftur.
Aftur spyr eg: Hvers vegna eruð þér hingað kominn?“