Rökkur - 01.06.1952, Side 95
RÖKKUR
143
„Til þess að skila hlut, sem er yðar eign — skammbyssu
þessari.“
Og jarlinn lagði skammbyssuna á borðið.
Sir Róbert leit aðeins á hana sem snöggvast og mælti:
„Nú?“
„Fyrir tæpri klukkustund varð hestur minn fyrir skoti úr
þessari byssu og beið bana af. Skammbyssan fannst eigi langt
frá — enn volg. Eg er kominn til þess að spyrja, hvort byssu-
kúlan hafi verið ætluð hestinum — sem ekki hafði neitt illt
af sér gert — eða mér?“
„Wrybourne, þér móðgið mig.“
„Sir Róbert, eg bíð eftir svari yðar.“
Sir Róbert stóð þegjandi um stund ygldur á brún, en svar-
aði loks:
„Þar sem vopnið er mitt, get eg ekki áfellst yður fyrir að
spyrja og mun eg nú svara spurningu yðar. f fyrsta lagi, þá
hefi eg enga hugmynd um það, í öðru lagi er eg ekki jafn-
vígur á vinstri hönd sem hægri — meðan eg fekk notið henn-
ar — í þriðja lagi mundi eg ekki gera mér það til vansæmdar
að flekka þá höndina, sem eg á eftir, með því að fremja morð.
Þetta er sannleikurinn, lávarður minn, og getið þér nú trúað
mér eða trúað mér ekki, alveg eins og þér viljið. Eg læt mér
í léttu rúmi liggja hvað þér ætlið.“
„En eg vil nú samt taka fram, að eg tek yður trúanlegan.“
„Og trúið þá þessu líka, lávarður minn. Undir engum kring-
umstæðum mundi eg — skjóta yður. Það væri of snöggur og
miskunnsamlegur dauðdagi.“
Jarlinn hneigði sig, gekk til dyra, nam þar staðar og spurði:
„Það væri fróðlegt að vita hver gæti hafa tekið vopn yðar
til þess að drepa hest minn — eða mig? Grunar yður nokkurn?“
Sir Róbert hristi höfuðið og mælti af miklum þunga:
„Eg get aðeins beðið yður um það, Wrybourne, að fara sem
allra gætilegast, hvort sem þér farið ríðandi, akandi eða gang-
andi — mín vegna.“
„Yðar vegna, aha, þér —?“
„Eg á við það, að líf yðar er mjög dýrmætt — svo dýrmætt,
að það væri óbærilegt áfall fyrir mig, ef einhver yrði til þess
að svipta yður því — snögglega.“
Jarlinn hló og skellti á lær sér sem Sam sjómaður mundi
gert hafa: