Rökkur - 01.06.1952, Síða 98
146
RÖKKUR
„Elisabet," var nú kallað í nokkurri fjarlægð þrumandi
röddu, „Elisabet, hvar ertu, kona?“
„Jæja, jæja, þarna kallar hann vesalingurinn, önugur og
æstur, nú verð eg að fara — og megi guð vernda yður og verið
þér sælir.“
Hún hraðaði sér á braut í áttina til mannsins, sem á hana
kallaði. Sam leysti hest sinn og steig á bak, en hann hafði
ekki langt farið, er hann sá til herra Standish, sem kom ríð-
andi í áttina til hans á harða stökki.
„Jæja, Sam,“ sagði Standish um leið og hann stöðvaði hest
sinn á sprettinum, en það gerði hann ávallt svo snarlega og
liðlega, að Sam dáðist að, — „hamingunni sé lof, að þér eruð
heill á húfi. Sáuð þér Chalmers og spurðuð þér hann spjörun-
um úr?“
„Já, Harry.“
„Og hvað hafði hann um þessa djöfullegu morðtilraun að
segja?“
„Vissi ekkert um hana.“
„Nei, það var svo sem auðvitað. Og þér trúðuð honum?“
„Já, það gerði eg. Chalmers er ekki neinn lygari.“
„Hvernig getið þér verið viss um það, Sam? Hvernig tók
liann á móti yður? Hvað gerðist?“
Þeir fóru nú aðeins fetið. Sam sagði nú Standish frá öllu,
sem gerst hafði, einnig því, sem farið hafði milli hans og
Elisabetar. Standish hlustaði á frásögnina ygldur á brún og
mælti, er Sam hafði lokið máli sínu:
„Það er alveg eins og eg bjóst við, Sam, — Chalmers er erki-
fantur — og kerlingin kannske ekki hætis hóti betri.“
„Hvað sem um það er, þá er Sir Robert Chalmers aumkunar-
verðasti maðurinn í öllu Sussexhéraði, — ef ekki þyrfti þá að
leita til endimarka jarðar til þess að finna annan aumkunar-
verðari.“
XIV. KAPITULI.
Eitthvað óhreint á sveimi.
Andromeda var á leið niður í rósagarðinn með vinnuglófa á
höndum, körfu og skæri, er hún rakst á Lucy Jay, yfirbarn-
fóstruna, við enda á limgirðingu, og var Lucy mikið niðri fyrir.
— Lucy varð svo bilt við, að hún hörfaði aftur um fet, eins og