Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 99
RÖKKUR
147
gripin ótta, en beygði svo kné sín skyndilega og mælti og var
allflaumósa:
„Ó, lafði mín, ef þér aðeins vilduð — eg var að svipast um
eftir yður — þess vegna er eg komin, barnið sefur og Mary
Sims ætlar að annast það, má eg eiga frí það sem eftir er
dagsins?“
„En, Lucy, þér hafið fengið svo oft frí síðdegis. Hvað er
annars að stúlka mín? Þér eruð móðar og másandi og eld-
rauðar?“
„Ekkert, lafði mín, höfuðverkur kannske — og föðursystir
mín.“
„Föðursystir yðar? Hvað er að henni núna?“
„Gigt í bakinu — og enginn til þess að annast hana.“
„Jæja, þér verðið þá að fara — og færið henni eitthvað af
ávöxtum. — Litli markgreifinn minn — sefur hann?“
„Já, hann sefur rótt.“
„Jæja, farið þá, og verið um stund hjá frænku yðar.“
„Þakka yður fyrir, lafði mín, eg .... eg, ó, lafði mín, þakka
yður fyrir.“
Lucy lagði nánast á flótta og Andromeda horfði undrandi á
eftir henni.
Andromeda hélt nú áfram göngu sinni í rósagarðinum og
byrjaði að klippa rósastilka í körfu sína, og hafði að vanda
hina mestu ánægju af veru sinni í garðinum, — þar til hún
koma auga á samanbögglaðan miða, sem festur hafði verið
eða orðið fastur á þyrnum rósarunna. Skrifað var á miðann
með stórum luralegum stöfum:
Til Wreybourne jarlsfrúar.
í fyrstu sá hún ekkert nema þessi orð. Hún var sem steini
lostin. Eitthvað illt var á seyði. Var það nú að koma fram,
sem hún hafði haft hugboð um, að hamingja hennar og Sam
væri í hættu? í fyrstu var sem hún ætlaði ekki að áræða að
lesa meira, en svo varð hún skyndilega ákveðin á svip og las:
„Góða jarlsfrú, lesið þetta ekki nema þér elskið
manninn yðar og varið hann þá við að hitta leynilega
gullhærðu konuna, því að það gæti leitt til vandræða og
jafnvel blóðsúthellinga. Eg vil yður vel.“
í fyrstu las hún þetta fljótlega, en lagði svo frá sér körfuna
og las það, sem á miðann var skrifað, aftur og aftur, en svo
10*